Leita í fréttum mbl.is

Jón ţumlungur og bandarísk stjórnvöld

draugar1.jpgŢađ er ekki nýtt í veraldarsögunni ađ andlega bilađir menn kvarti undan draugagangi og ásóknum. Skemmst er minnast séra Jón ţumlungs í Ísafjarardjúpi, sem kvađst hafa misst heilsuna vegna djöfla og andskota sem feđgar tveir viđ Djúpiđ hefđu magnađ á sig. Jóni ţumlungi tóks međ harđfylgi ađ fá feđgana brennda á báli, en ţví miđur batnađi séra Jóni ekki par viđ brennuna, svo hann heimtađi ađ dóttir föursins sem brendur var vćri borin á báliđ líka. Hinsvegar reyndist dóttirin ósamvinnuţýđ viđ veraldleg og geistleg yfirvöld ţar vestra svo ađ allt fór í handaskolum, ţví hún hafđi munninn fyrir neđan nefiđ og tćtti Ţumlunginn í sundur eins og ullarhnođra og slapp viđ bál, brennu og ađrar kárínur.

Nú verđur ekki betur séđ en séra Jón ţumlungur hafi gert sér hćgt um vik og gengiđ aftur í sendinefnd Bandaríkjamanna á Kúbu. Vér höfum heyrt ófagrar sögur af óráđvönum og forhertum drykkjröftum sem fóru á kreik eftir ađ ţeir vóru dauđir og hófust handa viđ ađ drekka áfengi í gegnum einhverja blessađa sakleysingja og gerđu ţá snarbrjálađa. Hitt er fátíđara ađ ein sannarlega löngudauđ prestsskepna og ţumlungur geri sér lítiđ fyrir og gangi aftur í heilli sendinefnd í öđru landi međ ţeim ósköpum ađ sendinefndin era orđin vita-heyrnarlaus og kolgeggjuđ. Ţetta er svo dularfullt, ađ aungvu er viđ ađ jafna en ţví ţegar íslenskur draugur hóf ađ ríđa húsum á prestssetri nokkru í Svíţjóđ snemma á síđustu öld.

Vissulega eru bandarísk stjórnvöld sérfrćđingar í ađ koma af stađ draugagangi hér og ţar í heiminum, allt eftir hvurnig vindur blćs í ţađ og ţađ sinniđ. Einnig eru stjórnvöld ţessi grunuđ um ađ umgangast sannleikann á heldur vafasaman hátt og jafnvel fleygja honum út í hafsauga ef hann er til trafala fyrir hugsjónir ţeirra. Liggur nú beinast viđ ađ halda, ađ bandarísk stjórnvöld telji sig ţrfa alveg nauđsynlega ađ gera Kúbverja grunsamlega og efna til illinda viđ ţá, alveg eins og Jón ţumlungur lék gegn feđgunum viđ Djúp forđum. Löngu eftir ađ séra Jón ţumlungur var dauđur gáfu sál- og géđvísindamenn út ţá yfirlýsingu, ađ Jón hafi sannarlega veriđ geggjađur í lifanda lífi, haldin alvarlegum géđsjúkdómi. Hinsvegar bólar ekkert á ţví ađ sálar- og géđvísindafrömuđir gefi út vottorđ um géđheilsu og menningarstig bandarískra stjórnvalda, hvernig sem á ţví stendur. 


mbl.is 16 diplómatar fórnarlömb hljóđárása á Kúbu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband