Leita í fréttum mbl.is

Þegar Skonsukarlinn var skólamötuneytiskokkur sagði hann krökkunum sögur

kokkurÞá var öldin önnur þegar Skonsukarlinn sá um matseld til sjós og lands. Fyrir utan skonsur í hvurt mál bauð hann skjólstæðingum sínum upp á bjúgu, soðið dilkakjöt og saltfisk með sultutaui útá. Em mesta áherslu lagði Skonsukarlinn þó á að segja fólki sögur á meðan það mataðist, - einkum sögum þar sem hann sjálfur var aðalpersónan.

Í skólamötuneytinu tók Skonsukarlinn gjarna til máls og mælti yfir krökkunum: - Já eska, einusinni var ég friðill vel giftrar konu sem elskaði mig. Kallinn hennar var risastór og þrekinn eftir því. og hnefarnir á honum eins og fallhamrar, eskaaa ... Svo frétti helvítis kallin að frúin hans væri stödd á hótélherbérgi með manni, og hann beint þangað og drakk sig fullann á leiðinni. Þegar hann bankaði á herbérgishurðina fór ég til dyra á Adámsklæðunum og spurði náungann hvað honum vantaði og að ég hefði rotað stærra naut en hann, eska. Þið hefður átt að sjá, krakkar mínir, hvernig maðurinn lyppaðist niður, sneri sér við og tók til fótanna. Og hann var svo hræddur, eska, að hann hljóp beint á húsvegginn hinumegin við götuna og stórslasaðist, eska.

En best var, eska, þegar ég hringdi í góða konu sem ég þekki, hún var líka gift, og bað hana að koma til mín niður í bát, ég ætlaði að sýna henni soldið. En hún fór að vandræðast og segjast vera veik, lægi í rúminu, væri ekki einusinni búin að klæða sig. Já, og sagðist vera so slöpp að hún kæmist ekki í nærbuxurnar, eska. En þá sagði ég sisona viða hana: Til hvers að fara í nærbuxur, eska, það er bara til fara úr þeim aftur, eska. Nú, so komu hún náttúrlega um borð og var ekki búin að vera hjá mér í klefanum nema í hálftíma þegar hún sagðist elska mig og ætlaði að skilja við kallinn sinn, en þá henti ég henni út, eska.


mbl.is Kvarta yfir mat skólamötuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já esssssssska; svo drukkum við alltaf saman ég og kallinn essssssska tongue-out.....

Níels A. Ársælsson., 31.8.2017 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband