Leita í fréttum mbl.is

Kom á skrifstofuna blásvartur í framan

kol30_1223755.jpgSatt er það, að gömul fól geta gert usla ef þau kæra sig um. Raunar þar ekki gömul fól til, en það er önnur saga. Einhverntíma ærðist auðvaldshrotti nokkur þegar hann fékk bréf frá bankanum þess efnis, að hann fengi alls ekki lánið sem hann hafði beðið um því að bankinn væri búinn að taka upp þá reglu að gjalda varhug við kennitöluflökkurum og kvótasöfnurum. Auðvaldshrottinn, sem kominn var við aldur, æddi eins og fellibylur inn í bankann, braut þar allt og bramlaði, að starfsfólkinu meðtöldu, og linnti ekki látum fyrr enn lán hans var samþykkt. Samdægurs keypti auðvaldshrottinn allan kvótann sem til var í Tilberafirði.

Þegar góðvinur okkar allra, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, kom til vinnu sinnar í morgun sá starfsfólk hans að hann var blásvartur í framan af ofsagreddu. Gjörðust allir varir um sig og bauð í grun að brátt væri tíðinga að vænta. Kolbeinn óð beint inn á skrifstofu sína og skellti fast á eftir sér. Að vörmu spori kom hann fram aftur, vitaberrassaður, með gríðarstóran, kolsvartan gúmmísköndul á enninu, sem hann hafði spennt á sig með ól. Á svipstundu tæmdist skrifstofan af fólk, því aunginn vildi verða fyrir Kolbeini í þessum ham. Einhverjum hugkvæmdist að hingja í frú Ingveldi og skýra henni frá stöðu mála, Kolbeinn væri orðinn alvarlega kynóður og starfsfólkið á skrifstofunni fallið í áfallastreituröskun.

Þegar frú Ingveldi hafði tekist að sefa eiginmann sinn nokkuð, meðal annars með fáeinum kjaftshöggum og loforði um að Máría Borgargagn og Indriði Handreður biðu í bólinu eftiar að hann komi klæddi hann sig í skyrtuna og setti upp bindið. Þegar heim kom biðu því miður hvorki Borgargagnið né Handreðurinn eftir Kolbeini í bólinu heldur Brynjar Vondalykt og sá var ekki beinlínis gæfulegur á svipinn. Og það sem Kolbeinn gekk í gegnum á eftir var skohh aungin gleðiganga. Á þessari stundu liggur Kolbeinn í bæli sínu milli heims og helju hryllilega útleikinn eftir Vondulyktina, sem fór hreinlega á kostum undir hvatningarhrópum frú Ingveldar. Það eina sem eftir er af fyrri reisn Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra er gúmmísköndullinn, sem stendur óhaggaður út í loftið á enni hans. 


mbl.is Ellilífeyrisþegar gengu berserksgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband