Leita í fréttum mbl.is

Allur fjandinn er nú til

vgSvo að Katrín heldur að hún hafi lagt eitthvað til. Jahérna, allur fjandinn er nú til. Trúir því því einhver að fjölmiðlafulltrúi Steingríms, Álfheiðar og Svarvarsfjölskyldunnar hafi lagt eitthvað til? Nei, því trúir auðvitað ekki nokkur einasti maður. Samkvæmt samtali fjölmiðlafulltrúans er ekki loku fyrir það skotið að VG bjóði fram lista við næstu kosningar, hvað sem það á að þýða, því sannast sagna er VG gjörsamlega þarflaus flokkur og liðónýtur til allra hluta nema að sleikja sig upp við auðvaldið, einkum kvótagreifa og þessháttar mannskap. Það eina sem VG getur státað af með nokkrum rétti er að vera daufblár flokkur hægrimanna sem hefir sér að lífsviðurværi að ljúga að fólki að hann sé ósköp vinstrisinnaður, - já, og grænn á Bakka og Dreka.

Já vinir mínir, blaðfulltrúi VG er ekkert blávatn, þó blá sé, og lætur sig ekki muna um að smæla hressaralega framan í Guðna Th. á kontornum hans og lyftir kaffibollanum settlega uppað vörunum með litla fingur út í loftið. Ég get trúað ukkur fyrir því að það er sjón að sjá. O so, - o so kom annar gestur í heimsókn til Guðna Th. og sá var nú ekki eins vel upp alinn og kurteis eins og Katrín litla. Sá maður gerði sér hægt um vik og pissaði bak við gardýnuna þegar Guðni Th. sá ekki til og klíndi hor úr nefinu á sér undir borðröndina. Og þegar þessi dólgur hafði kvatt á Bessastöðum lét hann aka sér rakelitt heim til frú Ingveldar og Kolbeins til að skemmta þeim með sögum af heimsókn sinni til forsetans.

Það er ekki öll vitleysan eins. Og nú ætlar það að fara að láta kjósa. Maður hélt það væri löngu fullreynt að út úr sona kosningum kemur alltaf sama auðvaldsrassgatið og sama andlega örbyrgðin. Mætti ég þá heldur biðju um almennilega byltingu, - eldrauða byltingu með eldrauðum fánum í bak og fyrir. Og í sjónvarpsfréttunum áðan bar fyrir kvendið hjá Fokki Fólsins og Magnús Þór Hafsteinsson líka. Hún hótaði framboði í öllum kjördæmum og býsnaðist yfir því að einhver eða einhverjir gætu komið vegabréfslausir til landsins; það var aungvu líkar en kerlingarkjökrið væri að kenna þeim vegabréfslausu um raunir aldraðra, hungur öryrkja og hörmungar fátækra. Aftur á móti minnist hún ekki neitt á kapítalismann, auðvaldið og arðránið, því að gaspur hennar og lýðskrum nær ekki til kapítalismans og frjálshyggjunnar í Fokki Fólsins, því að Ingasæ og Mángi Þór eru vel höll undir auðvaldið. Meginerindi Fokks Fólsins er þó að berjast gegn útlendingum, helst hælisleitendum og muslimun undir yfirskyni flóðs af krókódílatárum vegna hlutskiptis bágstaddra Íslendinga. Þannig er nú það, piltar mínir ...  


mbl.is „Í takt við það sem ég lagði til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband