Leita í fréttum mbl.is

Dagur lukkuriddarana ...

x26Sjáum nú til; fátt er svo með öllu íllt að ekki sé annað verra í boði. Með hverjum alþingiskosningum síðasta aldarfjórðunginn hefir þingheimi hrakað hröðum skrefum; endurnýjun í þingliði hefir einungis skilað þjóðinni fleiri lukkuriddurum og lægri meðalgreind þingmannahópsins. Enda er árangur stjórnmálanna á Íslandi í samræmi við raunarlega hnignun stjórnmálamannanna.

En svo vikið sé að skoðannakönnuninni sem frétt mbl.is greinier frá, þá er aungvu líkara en íslenska þjóðin sé orðin býsna sólgin í að koma koma rasistum og fasistaendemum inn á Alþingi; ef það gerist í næstu kosningum lækkar meðalgreind þingheims óhjákvæmilega um allmarga þumlunga, sem varla er til bóta í nokkru tilliti. Að vísu horfir nokkuð til bóta þegar haft er í huga að megnið af þingliði Björtu framtíðarinnar og Viðreisnar er á leið í sorptunnuna, en á móti kemur að alræmdur lýðskrumaraflokkur, sem kallar sig Flokk Fólksins, virðist ætla að koma nokkrum fáráðlingum á þing. Flokkur fólksins er mjög líklegur til að leiða gjörspillt samtök Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til ríkisstjórnarsamstarfs á grundvelli útlendingaandúðar, grófrar auðvaldsstefnu og áframhaldandi skemmdarverka á samfélaginu. Þetta skuluð þið hafa í huga sem eruð að drukkna í krókódílatárum frú Ingusæ og Magnúsar Þórs yfir bágum kjörum aldraðra, öryrkja og fátæklinga.

Nú, loddaraflokkar VG og Samfylkingar hafa ekkert með atkvæði að gera. Þeir sem hafa í hyggju að kasta atkvæðum sínum á þá undanrennumaskínu ættu heldur að ráðstafa þeim til Alþýðufylkingarinnar eða Sósíalistaflokks Íslands ef hann verður í framboði. Reyndar er óásættanlegt að þeir sem eru að þreifa fyrir sér í sósíalismanum séu að grufla við það í tvennu lagi, einn flokkur dugar, og því eiga Alþýðufylkingin og Sósíalistaflokkurinn að sameinast nú þegar. Hins vegar verða þeir sem líta á VG og Samfylkinguna sem fulltrúa sósíalista á Íslandi að blása þeirri firru burt úr hausnum á sér því að þessir tveir flokkar eru aðeins auðvirðileg tilbrigði við Framsóknarsymfóníuna og úr þeirri átt er aungra samfélagsbreytinga, sem hægt að kalla því nafni, að vænta. Eða eigum við bara að láta næsta kjördag verða dag lukkuriddarana?

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband