Leita í fréttum mbl.is

Fórnarlamb samsæra vondra manna, en ekki sjálfs sín

kol33Baróninn að Hrafnabjörgum virðist vera heilmikill áhugamaður um samsæri, sem ekki er undarlegt þegar haft er í huga, að þessi furðulegi barón er að eigin sögn sérlega mikið fórnarlamb samsæra gegn honum. Fyrst var það samsæri helvískra fréttasnápanna, sem var alvarlegt og beinlínis hryllilegt fyrir baróninn; þá var það samsæri yfir tuttuguþúsund manns sem ösluðu niður á Austuvöll til að steypa honum af stóli; næst á dagskrá var samsæri Sjálfstæðisflokksins og meirihluta þingfloks Framsóknar, sem bókstaflega rak baróninn eins og hundskvikindi út í horn; og nú er loks komið að samsæri annarra flokka en Miðflokksins um að sammælast í að koma fram við baróninn eins og bráðsmitandi pestargemling og sniðganga hann alveg við myndun meirihluta á Alþingi. Það er sárt að vera svona mikið fórnarlamb eineltis og mannvonsku.

Að vísu tókst Sigmundi baróni og stórbónda að Hrafnabjörgum að stofna Miðflokkinn og fá nokkra þingmenn kjörna, en starf umræddra þingmanna er að verja Sigmund, tala upp persónu hans og halda til haga meintum heimsmetum drengsins og einnig þeim heimsmetum sem hann hefir hótað að fremja. Allt þetta vafstur Sigmunds kemur heim og saman við minningar Jóhannesar Birkilands, ,,Harmsaga ævi minnar - hvernig ég varð auðnuleysingi", hvar Birkiland kennir öllum öðrum en sjálfum sér hrakfarir sínar. Birkiland verður mjög tíðrætt í höfuðriti sínu um að hafa fengið slæmt uppeldi af hálfu foreldra sinna. Og engum vafa er undirorpið, að Sigmundur hefði gjarnan mátt njóta bertra uppeldis, því hann virðist hafa haldið að gullskeiðin í munni hans gerði honum alla vegi færa og að hann mætti fá allt sem honum langar í. Því miður varð baróninum varð baróninum fótaskortur þegar hann flúði úr Ráðherrabústaðnum undan samsæri fréttasnápanna, féll á andlitið og gullskeiðin stakkst á kaf ofan í kokið á honum.

Æ, það er ósköp raunarlegt að horfa upp á þennan heimsmetasækna vindmylluriddara frá Hrafnabjörgum slengjast og endasendast um sviðið, stefnulausan, bitran og snakillan. Með sama áframhaldi er borin von, að hann mæti betur til vinnu sinnar eftirleiðis en áður, en það heyrði til stórviðburða á þingi ef hann stakk snjáldrinu aðeins sem snöggvast inn á vinnustaðinn. Sennilega væri mesta gustukarverkið fólgið í því, að koma Sigmundi og húskörlum hans, þeim er hann dró með sér inn á þing, fyrir á afviknu stað þar sem þeir gætu stundað ,,sín þingstörf" í friði fyrir samfélaginu. Ónýtt hrútastía uppi í Hvalfirði eða suður á Reykjanesi væri ágætt afdrep fyrir þess pilta, þar sem þeir gætu velt sér upp úr samsærum án þess að ónáða nokkurn og enginn ónáðaði þá.


mbl.is „Mynda samsæri gegn kjósendum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

En þú verður að viðurkenna að þetta verður ónýt ríkisstjórn. Handónýt. Gjörsamlega gagnslaus. Fjögurra ára stöðnun framundan.

Kommúnistar í stjórn með frjálshyggjuflokki og með spilltan, stefnulausan þriðja flokk sem slímið sem á að halda þeim saman. Það endar með ósköpum. Þetta verður Win-Lose mál. Stjórnarliðar og aðrir gjörspillingar vinna, kjósendur tapa.

Aztec, 19.11.2017 kl. 14:13

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri mér ekki grein fyrir hvernig stjórn þetta verður, en það kemur væntanlega í ljós. En ég ef aungvar væntingar til hennar.

Ég get þó huggað þig við það, að það verða engir kommúnistar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. VG er ekki einusini sósíalistaflokkur, hvað þá kommar. Hinsvegar er Sjálfsstæðisflokkurinn ekki búinn að gefa frjálshyggjuna upp á bátinn og sennilega Framsókn ekki heldur.

Jóhannes Ragnarsson, 19.11.2017 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband