Leita í fréttum mbl.is

Kćfan

rat5_1243065.jpgÉg held mađur muni nú eftir matsveininum okkar, Skonsukallinum, eins og hann ćvinlega nefndur. Sá lét nú fátt sér fyrir brjósti brenna og sauđ, bakađi og steikti hvađ er fyrir honum varđ. Ţetta var mađur međ reynslu; hafđi siglt á síđutogurum, vertíđarbátum, frökturum og međ hvalföngurum og eldađ baki brotnu í öllum veđrum, bćđi algáđur og viđ skál. Skonsukallinn var mesti sagnasjór, var alltaf miđpunkturinn í sögum sínum. Ţetta voru frćgđasögur um áfengisnautn og kostulegt kvennafar međ sérdeilis gróflega djörfum og vöskum konum.

Í landlegum, ţegar ţurrt var í veđri, sáum viđ félagarnir á eftir matsveininum okkar, frakkaklćddum međ byssu í hönd á leiđ út úr plássinu. Mađurinn minnti á enskan lávarđ á leiđ til refaveiđa. Lengi vel vissum viđ ekki hvađa skotveiđar Skonsukallinn stundađi, en svo sagđi einhver okkur, ađ hann legđi leiđ sína oftast út á sorphauginn, sem stađsettur var fyrir neđan veg út međ firđinum. Hann kom sér víst fyrir á vegarbrúninni og stóđ ţar hreyfingarlaus međ byssuskeptiđ undir kinn og beiđ. Svo kom ađ ţeim tímapunkti ţegar ruslahaugurinn fór allur ađ iđa, ţađ voru rotturnar, sem héldu ađ hćttan vćri liđin hjá, en ţćr höfđu lagst niđur ţegar ţćr urđu varar viđ hreyfingu á vegbrúninni. Svo reiđ skotiđ af, ţetta var haglabyssa, og fjöldi nagdýra lá ţegar í valnum. Ţennan leik lék Skonsukallinn frakkaklćddur ţarna á vegbrúninni í ţrjú til fjögur skipti, en ţá brá hann sér niđur á hauginn, dró upp plastpoka og tíndi hann fullan af dauđum rottum.

Ţađ var ekki fyrr en í lok vertíđar, ađ viđ komumst ađ ţví, ađ um borđ hafđi matsveinninn breytt villibráđ sinni í kćfu, sem menn spćndu í sig milli trossa og ţóktust verđa sterkari og úthaldbetri viđ netadráttinn á eftir. Enn er mér í fersku minni hvađ menn grétu mikiđ ađ kveldi lokadags út af ţessari kćfu og höfđu í hrćđilegum hótunum um ađ myrđa Skonsukallinn á sem kvalafyllstan hátt ţegar ţeir nćđu í hann nćst. En Skonsukallinn var séđur náungi međ sagnaranda og hafđi nauđsynlega ţurft ađ bregđa sér suđur til Reykjavíkur tveimur dögum fyrir lokadag. - Ég ţarf ađ vera viđ jarđaför systur minnar, eska, hafđi hann sagt viđ kapteininn og ţví var hann horfinn af vettvangi ţegar viđ komumst ađ hinu sanna um kćfugerđina. Ekki ţarf ađ taka fram, ađ ekkert varđ af útför systurinnar ţar eđ Skonsukallinn átt aungva systir, ţess í stađ hélt hann upp á vertíđarlokinn á Hotél Sögu innan um stórmenni og gáskafullar kerlingar.


mbl.is Má bjóđa ţér rottusúpu?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Já, bezt er vita ekkert um hvađ fer í svona kćfur. Ţađ sem mađur veit ekki um, verđur manni ekki meint af.

En endilega kíktu á ţetta myndband af thailenzkri stúlku sem hámar í sig alls konar skordýr, margfćtlinga og áttfćtlinga. Gćtir ţú ţetta? Eins gott ađ sporđdrekarnir eru ekki lifandi ţegar hún étur ţá:

https://www.facebook.com/LaughterFree/videos/1513836355360955/

Annars er ţessi kokkur sem ţú lýsir ekki fyrir minn smekk, mér lízt ekkert á rottur í matinn. Á einu af ţeim mörgu skipum sem ég hef siglt á var enskur kokkur, sem eldađi í sífellu franska pottrétti, herramannsmat. Síđan fór hann í leyfi og franskur kokkur tók viđ. Og sá gerđi ekkert annađ en ađ steikja pylsur (sausages) og bacon, sem varđ hálf leiđigjarnt til lengdar. Jafnvel ég get steikt pylsur og ekki er ég kokkur.

Aztec, 21.11.2017 kl. 02:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvorku mundi ég eta nagdýr eđa skordýr, nema ég yrđi hungurmorđa ella.

Jóhannes Ragnarsson, 21.11.2017 kl. 11:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband