Leita í fréttum mbl.is

Ráđskonan á Holtavörđuheiđinni

ingv1.jpgKemur mér ţá í hug ljóđiđ um ráđskonuna á Holtavörđuheiđinni, sem ég kann ţó ekki nema blábyrjunina á, ţegar bílar sitja fastir á ţessari heiđi og Vegagerđin búin ađ loka henni fyrir umferđ. Gćti ţađ orđiđ kaldsöm ferđ, ef ţeir fćru nú ađ teyma ráđskonukjökriđ atarna upp um fjöll, eins og frá er greint í ljóđinu, í jafn kolvitlausu veđri og ţar geysar ţessa stundina. Ekki er einusinni víst, ađ mörgum björgunarsveitum tćkist ađ bjarga ráđskonunni úr ţeim ađstćđum og mundi hún vísast frjósa í hel á frostköldum mel í höndunum á hinum góđu kunningjum sínum, sem teymdu hana ,,upp um fjöll" í ţessari vođalegu ófćrđ.

Dettur mér ţá líka í hug konugarmurinn, óttalegt nástrá, sem fékk upphringingu frá lögregluvarđstjóranum um miđja nótt, sem tilkynnti henni umbúđalaust, ađ hún vćri grunuđ um hrottafenginn glćp og vćru tvö fórnarlömd hennar búin ađ kćra hana nú ţegar. Varđstjórinn tilkynnti henni ennfremur, ađ hann vćri ađ legga af stađ međ mönnum sínum til ađ sćkja hana og vćri eins gott ađ hún byggi sig strax út til langrar fangavistar og vćri tilbúin ţegar ţá bćri ađ garđi. Úti geysađi fárviđri, rétt eins og á Holtavörđuheiđinni nú, en ţađ aftrađi ekki konukindinni frá ţví ađ ćđa út í hríđina og flýja margra kílómetra leiđ undan réttvisinni. Síđar kom í ljós, ađ ţađ var ekki varđstjórinn sem hringdi í veslings konuna, heldur tveir alrćmdir götustrákar á fylliríi og ţar međ var máliđ látiđ niđur falla. En flótti konunnar ţessa nótt ţókti mikiđ ţrekvirki og óx hún heldur í áliti almennings fyrir vikiđ.

Á ţeim ótvírćđu menningartímum, sem viđ lifum í dag, spyrja konur hvađanćva úr veröldinni, hver ađra: ,,Ert ţú ráđskonan á Holtavörđuheiđinni, ert ţú ráđskonan á Holtavörđuheiđinni?" Og hin svarar jafnhrađan: ,,Já, ég er ráđskonan á Holtavörđuheiđinni." Ţví miđur hafa hinar vösku meyjar nútímans á röngu ađ standa. Aungin ţeirra kemst í háfkvisti viđ margnefnda ráđskonu og enn síđur viđ kvinnuna sem hélt út í fárviđriđ til ađ lenda ekki í klóm réttvísinnar. Ég legg til ađ ráđskonunni á Holtavörđuheiđinni verđi reist 350 metra há stytta, skammt frá ţjóđveginum, hvar hann rís hćst ţar á heiđinni, til minningar um miklar konur á Íslandi, sem ţví miđur munu útdauđar fyrir nokkru. 


mbl.is Bílar fastir á Holtavörđuheiđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband