Leita í fréttum mbl.is

Hamingja, endajaxlasýning og engladans

berr4.jpgŢetta líkar mér. Nú er Katrín farin ađ brosa svo ofbođslega, ađ endajaxlarnir sjást greinilega og andlitiđ bókstaflega sundurgliđnađ af hamingju og ofsakćti, svo sem myndin af henni međ frétt mbl.is sýnir og sannar. Og ástćđan er augljós: Hún er farin sjá fram á, ađ međ snöfurmannlegum stjórnmálaastörfum sínum er henni alveg ađ takast ađ framlegna líf Sjálfstćđisflokksins í ríkisstjórn og reisa Framsókn upp frá dauđa og djöfli. Ţađ er ekki nema von, ađ telpan sé brosmild yfir slíku afeki og ţá ekki síđur ađ verđa ađili ríkisstjórn Hrunflokkana og tryggja í leiđinni viđunandi stól undir loddarabotninn á Steingrími, Sendiherradótturinni og sjálfri sér. Nú er loks ljóst erindi VG í pólitík og endajaxlasýningin mun halda blessunarlega áfram um sinn.

Ţađ vekur líka athygli, ađ Katrín er farin ađ vera drjúg međ sig í tali eins og karllćgur og montinn kotbóndahnubbur sem farinn er ađ auđgast af sauđaţjófnađi. Og ţó ađ lítiđ hafi birst upp á síđkastiđ af myndum af Steingrími sjálfum, en mér er sagt, ađ karlinn hafi útvíkkađ hiđ kunnuglega yfirlćtisglott sitt til muna og sér vart ţekkjanlegur lengur. Ţá hefir hiđ háborgaralega fyrimannsglott Svavars Sendiherra síkkađ verulega upp á síđkastiđ, ţađ er meira ađ segja orđiđ svo sítt, ađ hann er farinn ađ minna á vélskóflu međ skófluna niđri og tilbúna til ađ moka yfir ţá arfleifđ, sem ţetta fólk hefur taliđ sig eiga. Ţađ er ekki nema gott eitt ađ segja um ţađ ađ ţetta fólk sé loks ađ komast heim til sín eftir langa og stranga eyđimerkurgöngu á vegi blekkinga og loddaratilburđa.

Nú bregđur líka svo viđ, ađ sćmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmađur hafa fallist í fađma og eru fullkomlega hamingjusöm. Fyrir hönd Sjálfstćđisflokksins hefir frú Ingveldur upphugsađ og hannađ leikfléttuna, sem nú er búiđ ađ leiđa VG í, og Kolbeinn hefir lóđsađ gömlu Framsóknarmaddömuna, staurblinda og karlćga, inn í örugga höfn í Valhöll. Enda dönsuđu flokkseigendur Sjálfstćđisflokks, Framsóknar og VG engladans í alla nótt í stofunni hjá sćmdarhjónunum. Ţađ var víst falleg sjón ađ sjá. Nú hrýtur ţađ úr sér vímuna, liggjandi ţvers og kruss, á áminnstu stofugólfi, en sigurvíman vegna sameiningar ţessara ţriggja flokka mun halda áfram ţar til hylla fer undir nćsta Hrun, sem verđur fremur siđferđilegt en bánkalegt. 


mbl.is Katrín: Línur viđ ţađ ađ skýrast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband