Leita í fréttum mbl.is

Það er líka hægt að gleðjast yfir því að nú loks er tækifæri

rev8Jæja, það er þó einn sem gleðst yfir nýrri ríkisstjórn. Það nú allnokkuð, - jafnvel meira en búast mátti við. Og þessi eini glaði kemur úr Samfylkingunni. Aðrir landsmenn eru hóflega glaðir vegna ríkisstjórnarinnar, nema Steingrímur og hinir haukarnir í Flokkseigendafélagi VG, sem ráða sér ekki fyrir kæti og hoppa á öðrum fæti. Og þessi eini glaði úr Samfylkingunni gerir sér líka hægt um vik að hleður Katrínu Jakobsdóttur oflofi, sem jaðrar við fullkomið háð. Meðal annars hrósar sá glaði maður Katrínu fyrir hreinlyndi, nokkuð sem Ögmundur Jónasson, annar helsti stofnandi VG, Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja, Atli Gísla og Lilja Mós mundu aldrei gera, enda fengu þau að kynnast þessu afburðahreinlyndi af eigin raun þegar þau voru í vist hjá VG.

Staðreyndin er nefnilega sú, að Katrín hefur aldrei gert annað en að styðja allt sem Steingrímur og hinir argvítugu flokkseiendurnir hafa sagt og gert. Þegar VG klofnaði vegna afstöðunnar til auðvaldsstjórnar Jóhönnu og Steingríms var Katrín Jakk varaformaður, og það var í hennar verkahring að reyna að miðla málum innanflokks, en það gerði hún aldrei og virtist engann áhuga hafa á því. Hinsvegar hefur Katrín þann hæfileika að láta sig alltaf fljóta ofan á, eins og ólíubrák á vatni, en það hefir komið henni, ásamt röð af tilvijunum, í stól forsætisráðherra. Og aldrei mun Katrín setja sig upp á móti Steingrími og flokkseigendunum, hvorki í stóru eða smáu, því hún gerir sér óspköp vel grein fyrir hvað þá bíður hennar og vill ekki fyrir nokkurn mun lenda í rógsvél flokkseigendanna.

Þó er eitt atriði varðandi þess nýju ríkisstjórn, sem ber að fagna: Nú opnast möguleiki fyrir raunverulegan vinstriflokk til að láta til sín taka og verða burðugur. Þó svo að það hafi af stórum hluta verið róttækis sósíalistar sem stofnuðu VG á sínum tíma og kom þeim flokki á koppinn, þá varð VG aldrei vinstriflokkur nema af nafninu til og sósíalistarnir hurfu flestir á braut. Hinsvegar hafa fjölmargir kjósendur haldir að VG væri róttækur flokkur, sóíalískur, og helsti andstæðingur auðvaldsins í landinu, á þessari fáfræði hefir VG flotið, að minnsta kosti þar til nú. Alþýðufylkingin hefur undanfarin ár boðið fram lista til alþingis- og borgarstjórnar í Reykjavík, en án árangurs, því vinstrisinnuðum kjósendum hefir verið skipað að kjósa taktískt því atkvæði greidd Alþýðufylkingunni væru dauð atkvæði. Frá því í vor hefir svo verið unnið marvisst að stofnun Sósíalistaflokks Íslands og er stefnt að því að flokkurinn verði formlega stofnaður þann 20. janúar næstkomandi. Það eru því spennandi tímar framundan hjá vinstriróttæku fólki á Ísland fyrst að taktíski flokkurinn er formlega dáinn inn í Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Gleðst yfir nýrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband