Leita í fréttum mbl.is

Á siðblindurófi inn í endaleysuna

xv38Eftir að hafa lesið svokallaðann stjórnarsáttmála auðvalsflokkanna þrigga, sem myndað hafa ríkisstjórn, er ljóst að stjórnmálaflokknum ,,Vinstrihreyfingunni grænt? framboð er stjórnað af mun ófyrirleitnara og siðblindara forustufólki en maður gat gert sér í hugarlund. Það hefur svo sem ekki farið framhjá þeim er til þekkja, að þeir, sem stálu VG fyrir hálfum öðrum áratug síðan og gerðu þennan auðvirðilega flokk að sínu einkafyrirtæki, væru sjálfhverfar eiturpöddur, sumar hverjar á greinilegu siðblindurófi og væru engann veginn það sem þær segjast vera og almenningur í landinu heldur þær standa fyrir. En að þessi ógeðfelldu apparöt mundu geri sér hægt um vik og drepa flokkinn, sem í upphafi var stofnaður að stærstum hluta af sósíalistum, inn í Sjálfstæðisflokkinn á jafn lítilmannlegan hátt og stjórnarsáttmálinn ber best vitni um, er svo skringilegt, að manni dettur helst í hug að endemin hafi verið orðin gjörsamlega vitstola af stólaleysi.

Á mbl.is í dag er ágæt grein um siðblindu (greinin er að vísu ekki sjáanlega á síðunni eins og er, en birtis vonandi aftur)og ekki er laust við að grunur vakni um að hún hafi verið birt í tilefni dagsins. Í þessum áminnandi pistli, er nánast bein lýsing á einum helsta óþokkanum í forustu VG. Verst er, að þessi ósköp hafa smitast inn í fjöldann allan af flokksmönnum VG þannig að útlokað er að tala við þá eins og fólk um pólitík. Þó er huggun harmi gegn, að nú er loks von um að hægt verði að byggja upp sósíalískan flokk, án siðlausra dela, sem legið hafa eins og mara á raunverulegum vinstrisinnum. 

En þrátt fyrir andlega lágkúru og spillingu VG dólganna, er þó ekki annað hægt en að hlæja að þeirri sérkennilegu endaleysu, að Katrín, Swndeesý, Ásmundur Einar, frú Andersen og Bjarni Ben séu í þann veginn að setjast saman við eitt ríkisstjórnarborð og yfir öllu saman voki þorparinn Steingrímur Joð sem forseti Alþingis.   


mbl.is Svandís og Guðmundur verða ráðherrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband