Leita í fréttum mbl.is

Stórbrotin afglöp orðunefndar og hugsanleg enn meiri afglöp hennar

alf3Það er glæsilegur vitnisburður um þá tíma er vér lifum, að nú tíðkast að hengja krossa á ræningja í stað þess að fyrri tíma ræningjar vóru hengdir á krossa. Að vísu varð forverum voru stöku sinnu á að hengja mannkynsfrelsara á kross, stundum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Nú kemur skyndilega upp úr dúrnum, að velþeknjandi mönnum hefir láðst að hengja stórkross á Bjarna Ben, sem auðvitað er til ólýsanlegrar skammar fyrir hlutaðeigendur, sem eftirleiðist þurfa að burðast með þessi afglöp sín þar til ,,torfan kyssir náinn." Skaðinn er skeður og verður ekki bættur héðan af, þó svo að segja megi með sanni, að Katrín litla Jakk hafi, samkvæmt beinni skipun Steingríms og Svavarsfjölskyldunnar, framlengt pólitískt líf Bjarna með góðum ráðherrastóli.

Huggun harmi gegn, er að Sigurður Ingi hefir þó fengið stórkrossinn hendan framan á brjóskassann, þar sem hann tekur sig frábærlega vel út; má menn sanni segja, að þar hæfi kross kassa. Fyrir hvað Sigurður Ingi fékk stórkrossinn veit enginn, enda skiptir soleiðislagað ekki máli, en trúlega hefir krossaveitingarnefnd haft flutnig Fiskistofu norður á Akureyri í huga við akvörðun sína. En þó að brjóstkassi Sigurðar Inga beri stórkrossinn með feyknlegri reisn, þá er fuglsbringa sumara annarra, sem hafa verið krossaðir, þess eðlis, að krossinn vekur fremur hlátur manna en virðingu fyrir orðuhafanum þegar hann kemur vaðandi að borði í veislum elítunnar.

kol33Nú liggur í augum úti, að Katrín litla Jakk verður stórkrossuð um áramótin, en meiri óvissa ríki um hinn raunverulega forsætisráðherra, Steingrím J. Sigfússon frá Gunnarsstöðum. Það sýnist ótækt, að sjálfur höfuðpaurinn og eineltishrellirinn, Bakkabróðirinn og Drekaslóðinn, sem að eigin mati er óviðjafnalegt ofurmenni, sé látinn híma óbættur hjá garði meðan strengjabrúðan hans, sem vart veldur hinum stóra krossi, rogast með hann framan á sér og er við að stingast á hausinn í hvurju skrefi vegna þunga byrðinnar. Þó er það ósk vor, að orðuveitingarnefnd verði svo hryssingsleg við fyrrnefnt ofurmenn, að hún geri bragð úr ellefta boðorðinu og hengi ofurmennið sjálft á kross, en það gæti haft þá afleiðingu að fólk fengi átrúnað á pilti og gerði hann að messíasi, frelsara og Guðs syni. Ef það gerðist mættu þeir Jesús frá Nasaret, sem þó var sannur sósíalisti öfugt við Steingrím, og Múhámeð karl úr Arabíu aldreilis fara að vara sig í samkeppninni um sálir mannanna.    


mbl.is Nokkrir forsætisráðherrar án stórkross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jahérna, þú ert gasalegur! Ég sem ætlaði að fara að læka þetta. En nú færðu engan kross frá mér -- og enn síður koss á kinn.

Jón Valur Jensson, 2.12.2017 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband