Leita í fréttum mbl.is

,,Bókin um lókinn"

ing25Á þessum síðustu verstu og vanþakklátustu tímum er ekki úr vegi að minnast þess að nú munu slétt tuttugu ár síðan frú Ingveldur gaf út bók sína, Bókina og lókinn, mikið tímamótaverk sem valdið hefir meiri áhrifum en glestar bækur aðrar. Í fyrst kafla Bókarinnar um lókinn talar frú Ingveldur afar fjálglega um lókinn á eiginmanni sínum, Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra og framsóknarmanni. Þar kemur fram, að eitt sinn hafi Kolbeinn komi heim í helgarlok, illa til reika og einhverjir óþverrar búnir að mála lók hans röndóttann með tússlitum. Ekki kveðst frú Ingveldur skilja enn þann dag í dag hvað illræðisfólki þessu gekk til, en hún hafði upp á því pakki og refsaði því illilega og dró hvergi af. Þá segir í fyrsta kaflanum frá því þegar Kolbeinn át í einni lotu upp úr fullu boxi af víagratöflum og var með standpínu í fullar sex vikur á eftir, og lét mjög illa allan þann tíma, áreitti konur sem karla og gekk nærri þeim með lostugu framferði.

Í öðrum kafla gjörir frú Ingveldur lókum þeirra Brynjars Vondulyktar, Indriða Handreðs og Óla apakattar skil. Hefst kaflinn með tilvísun í gamlan danslagstexta: ,,Fyrsti var og lítill, annar var of stór, þriðji var of feitur, sá fjórði var of mjór" ... Í þessum krítíska kafla gjörir frú Ingveldur í fyrsta sinn heyrikunnugt, svo vitað er, að fyrrnefndir þremenningar séu skelfilega vanskapaðir niður; til að mynda sé djásn Vondulyktarinnar hlykkjótt og endasleppt og það hann gagnist ekki heilbrigðum kvennmanni fremur en grásleppa, enda sé áferð og þefjan þessa manns heldur í ætt við áðurgreindan fisk. Um Handreðinn hefir frú Ingveldur ekki ýkja mörg orð, en segir að það helvítis kvikindi dragi meira dám af loðinni afturgöngu en mennskum manni, allt sé kalt og klént varðandi þennan vinsæla eiginmann Máríu Borgargagns og megi vart í milli sjá hver þeirra Kolbeins, Vondulyktarinnar og Handreðsins sé viðbjóðslegastur í rúminu. En Óli Apaköttur er auðvitað fyrst og síðast apaköttur, laus við allan sexappíl, auk þess sem hann sé svo undur blóðlítill, að það líði ævinleg samstundis yfir hann þegar honum fer að rísa hold; soleiðis kroppinbakur og apafóstur sé gjörsamlega ónýtur til allra hluta, nema að lokka pénínga út úr vel stæðum aðiljum.

Eftir að Bókin um lókinn kom út fengu margar konur kröftuga inspírasjón, til að mynda fékk ein kröftug kona, að norðan, eða að austan, þá endemis flugu í afturheilann að hún væri listmálari og ætti brýnt erindi við þjóðina, ef ekki alla heimsbyggðina; hún hóf að teikna og mála kvensköp á striga og kallar ,,píkumyndir" og þykja hafa áferð og lykt við hæfi. Nú hefir þessi listakynjakvistur haldið stórar sýningar á myndum sínum, sem eru í raun ein allsherjar útafvellandi píka. Þetta ku hafa eitthvað með kvenréttindi að gera. Einnig er ljóst, að mítú-byltingin, sækir mjög kraft sinn í Bókina um lókinn og höfund hennar, enda þekkir frú Ingveldur öðrum konum betur viðbjóðslegan fláttskap karlkynsins, ofsgreddu þess, dónaskap og klámkjaft, niðurlægingarathafnir þess við konur, ekki síst efrimillistéttar- og yfirstéttarkonur, sem teljast nú vart til kvenna þegar búið er að flysja þær. 


mbl.is Hér um bil skotinn í tvennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband