Leita í fréttum mbl.is

Sláandi reynslusaga þjóðþekktarar konu vakti stekar tilfinningar

ing35.jpgMikil fagnaðarlæti brutust út þegar frú Ingveldur sté á svið í Borgarleikhúsinu í dag og mælti af munni fram ljótar sögur af samskiptum sínum við andstyggilega menn, kalladjöfla, eins og hún nefndi þá. Í frásögn frú Ingveldar voru margar hæðir, sem toppuðu hvurja aðra af innihaldsríkum atburðum. Og þegar hún lauk máli sínu var gjörvallur þingheimur í Borgarleikhúsinu svo innilega stjarfur, að lengi vel mundi aunginn eftir að klappa fyrir glæsilegu erindi og lærdómsríku. En svo var eins og viðstaddir leystust úr álögum því salurinn ærðist og fullkomið öngþveiti myndaðist. Sumir hrópuðu ókvæðiorðum að frú Ingveldi og sögðu að réttast væri að míga á hana en aðrir, þeir stilltu, létu sér nægja að baula eða mjálma og ein kvinna klappaði af slíkum fítónsanda fyrir frú Ingveldi að báðir framhandleggir hennar brotnuðu.

Ef gripið er af handahófi niður í mál frú Ingveldar, þá sagðist henni svo frá, að hún sjálf væri sosum ekki barnanna best hvað varðar kyferðislega áreitni, viðreynslur og glamrandi hugarfar á sexúella sviðinu. Til dæmis kvaðst hún aldrei hafa sett sig úr færi að pota með löngutöng í miðjan rassinn á konukind nokkurri sem fór í taugarnar á henni. Í samkvæmum, úti á götu, úti í búð eða í ræktinni var frú Ingveldur með löngutöng sína á lofti og og áreitti kerlinguna þar til hana brast þolinmæðin og hugðist ráðast á frú Ingveldi. Skipti engum togum, að frú Ingveldur sló þessa veleðla frú strax í rot því henni þókti kellingarrassinn helst til ábúðarfull og frenjuleg til að viturlegt væri að darga slaginn á langinn. Þá vék frú Ingveldur frásögn sinni að Kolbeini eiginmanni sínum og nokkrum valinkunnum stórvinum þeirra hjóna. Að sögn frú Ingveldar eru þessir stórvinir afar dónalegt fólk, sem sést ekki fyrir í káfi og klámkjafti, að ekki sé minnst á Kolbein, sem samkvæmt innihaldi erindisins er þvílíkur kynglæpamaður að vafasamt er að verjandi sé, að sá aumingi ætti að ganga laus. 

Já, lýsing frú Ingveldar á Kolbeini eiginnmanni hennar var svo sláandi, að auðveldlega hefði mátt heyra saumnál detta í Borgarleikhúsinu í dag, ef ekki hefðu komið til gráthrinur og snökt áheyrenda. Og hápunkturinn var þegar frú Ingeldur hafði lokað þá Kolbein, Brynjar Vondulykt og Indriða Handreð inni miðstöðvarkompunni að heimili frú Ingveldar og Kolbeins fyrir einstaklega viðbjóðslega áreitnisklámsframkomu, þukl káf og blygðunarfullt framferði við hvurn mann. Ekki höfðu þeir djöflarnir verið lengi í myrkrinu í kompunni þegar lostaríkt kumr, andarteppusoghljóð og prum fóru að heyrast frá þeim fram á gang. Þegar Máría Borgargagn nam hljóðin úr miðstöðvarherberginu varð hún gjörtryllt, fór að slefa og heimtaði að frú Ingveldur hlypti sér inn til blessaðra drengjanna. Og frú Ingveldur svaraði að bragði, að helvísku Borgargagninu væri ekki ofgott að vera læst næturlangt inni með helvítis djöflunum og að þeim orðum sögðum kastaði frú Ingveldur vinkonu sinni inn í ljónagryfjuna. - Og mikið helvíti var bölvuð drósin slæpt þegar ég hleypti þeim út daginn eftir, sagði frú Ingveldur á fjölum Borgarleikhússins í dag, og bætti við, að hin dýrin hefðu verið álíka lúin og lyktin í miðstöðvarkompunni viðbjóðsleg á eftir. Og það voru lokaorð frú Ingveldar í Borgarleikhúsinu að þessu sinni.


mbl.is „Höfum öll okkar hlutverki að gegna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband