Leita í fréttum mbl.is

Össur , Herrann og turninn sem hrundi.

Í nafni hvaða herra ætli hægristjórn Össurar Skarphéðinssonar ætli að sigla? Auðvitað er óþarfi að spyrja svona spurningar, því umræddur drottinn í þessu tilfelli er auðvitað Mammon, guð ágrindar, græðgi og peningahyggju. Nú er semsé komið á daginn, að Samfylking Össurar og og svilkonu hans er lítt við alþýðuskap en þeim mun hændari að auðvaldi og erkibiskupum þess. Nú þarf ekki lengur að taka Ísland út af lista hinna staðföstu þjóða lengur; ónei, það er alveg nóg að harma stríðsátökin í Írak. Einusinni ætlaði Samfylkingin sér að verða ,,turn" í Íslenskum stjórnmálum en endaði sem fletgenginn niðursetningur í dyngju Íhaldsins, sem trúlega notar þurfalinginn mest til að skvetta úr koppum auðhyggjunar yfir alþýðuna á Íslandi. Það er engin smáræðis reisn yfir fyrrum tilvonandi Turni.

Við útfarir grípa klerkar oft til þess að tilkynna viðstöddum, að nú hafi hinn framliðni, sem verið er að jarða, ,,lagt á djúpið". Í ljósi þess að turn Samfylkingarinnar er hruninn og hún sjálf dáin inn í Sjálfstæðisflokkinn, er hið prestlega orðbragð Össurar ráðherra mjög viðeigandi.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband