Leita í fréttum mbl.is

Drykkjuskapur í skólum hér áður og fyrr

ingv16_1240389.jpgHér áður og fyrr þókti ekki tiltökumál, og síst ámælisvert, að nemendur væru dulítið kenndir í skólanum, og átti það við um bæði kyn. Til dæmis vóru frú Ingveldur og Máría vinkona hennar Borgargagn oft og iðulega undir áhrifum áfengis við upphaf skóladags; þær byrjuðu í brennivíninu þegar þær vóru spurningastúlkur, veturinn fyrir fermingu. Frú Ingveldur þókti strax hættuleg við vín, slæg og meinfýsin í orðaleppum, og létu kennarar og skólastjórnendur sem þeir sæu ekki að hún væri full. Um Máríu borgargagn gilti dálítið annað, því áfengið fór ætíð svo gjörsamlega til miðvígstöðvanna hjá henni, að hún var stundum eins og nær sturluð af helvískru brunagreddu. Þar af leiðandi var Borgargagninu oft vikið úr tímum fyrst á morganna svo friður gæfist til kennslu.

Í dag er lögreglan sókt ef grunur vakanar up ölvunarástand nemanda. Þessi tepruskapur og leiðindi skólamanna ber ótvírætt vott um sáraalvarlega úrkynjun og hraða hnignun. Þegar komið var á framhaldsskólastig, á mínum ungdómsárum, höfðu menn flöskuna á borðinu undir kennslu ásamt öskubakka og vindlingum. Árangur á prófum var líka margfaldur á við það er síðar varð, þ.e. eftir að veimiltíturnar og öfgasnípurnar lögðu skol-ana undir sig. 

Og ekki verður séð á árangri frú Ingveldar í lífinu, að hún hafi beðið tiltakanlegt tjón af því að sitja full, stundum blind-full, á skólabekk, því að hún er hámenntuð kona og heiðuradoktor í stjórnmálafræðum frá virtum frjálshyggjumannaskólum í Bandaríkjunum. Og heldur hefir Máría borgargagn nú plumað sig heldur vel þrátt fyrir áfengisnautn og lostabruna á skólaárunum; það er nefnilega reiknað með því að hún og eiginmaðurinn hennar, Indriði Handreður, farist úr reiðarslagi, þegar þau verða orðin rígfullorðin og svo gott sem hætt að bleyta smjörið.


mbl.is Svaf ölvunarsvefni í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband