Leita í fréttum mbl.is

Ætli hafi ekki farið kjánahrollur um flesta

xb1_1224196.jpgÞað er ekki nema von að fari kjánahrollur um Ragnar Þór formann VG við að lesa glamrið sem Gylfi ASÍ-forseti lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum; Ég hugsa að mörgum hafi verið líkt farið og Ragnari, ekki síst þeim sem hafa einhverntíma hafa nasasjón af makki og rottugangi ríkjandi afla í verkalýðsforustunni. Á undanförnum árum hefur andúð fólks á valdsmönnum ASÍ og Starfsgreinasambandsins verið að þyngjast jafnt og þétt, uns svo er komið að launafólki þykir tími til að láta reyna á þessa forustusauði, sem meta vináttu atvinnurekenda og hægrisinnaðra stjórnvalda sig meira skipta en stuðning fátæks og illa lauðaðs.

Við sem vitum, að skrifstofusjakalar ASÍ og Starfsgreinasambandsins hafa fyrir nokkuð löngu tapað tiltrú þeirra sem látnir eru borga þessum köllum margföld verkamannalaun, viljum auðvitað bjarga samtökum verkafólks undan þessum auðvaldsvinum og lítilmennum og frelsa verkalýðshreyfinguna undan þeim á lýðræðislegan hátt. 

Verkafólk á Íslandi, og raunar Íslendingar allir, á betra skilið en að dröslast með verkalýðsforustu, sem er svo keimlík atvinnurekendaforustunni að vart verður greint þar á milli. Og fyrir mér má sjálfur Pokurinn hirða þá vesalinga, sem gert hafa sér að leik fyrir há laun og einhver völd, að gera lítið úr fátæku fólki, lítilsvirða samtök þess, en hafa samt lyst á að láta þessa sömu fátæklinga greiða sér ráðherralaun.


mbl.is Kjánahrollur fór um Ragnar Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með þér, Jóhannes, en hver er Pokurinn?

Jón Valur Jensson, 29.1.2018 kl. 14:49

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Flestir verkalýðsforingjar eru svo gott sem æviráðnir, það er þó þakkarvert að fjölmennasta félagið, VR, skiptir þeim nú orðið út reglulega í lýðræðislegum kosningum.  Efling mun vera næst fjölmennast - og að mér skilst að muni nú í fyrsta sinn á 30 ára tilveru láta svo lítið að kjósa um forystuna.
Um ASÍ forystuna þarf ekki að ræða, í lýðræðislegu samhengi.

Kolbrún Hilmars, 29.1.2018 kl. 15:03

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Pokurinn? Hann heitir víst mörgum nöfnum, m.a. Satan, Kölski og Myrkrahöfðinginn, svo eihver þeirra séu nefnd.

Satt að segja, Kolbrún, þá er nokkuð langt frá því að verkalýðsforingjar séu æviráðnir, sem betur fer. Hinsvegar er mér sagt að launakjör formanna verkalýðsfélaga hafi hækkað óhuganlega á síðustu árum og dæmi eru um formenn, sem bæði eru gúgú og gaga í verkalýðsmálum og í innilegum skorti á stéttabaráttu, sem að sögn eru farnir að slaga hátt í forsætisráðherra í launum.

Jóhannes Ragnarsson, 29.1.2018 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband