Leita í fréttum mbl.is

Komið þér piltar og hnusið

drau2.jpgKvöld eitt, fyrir skömmu síðan, hvarf Máría Borgargagn manni sínum. Hún var gersamlega týnd alla nóttina. En um morgininn skilaði hún sér heim, eins og úhverft aparassgat í framan,- og lúsug. - Sá sem sofanar hjá hundi vaknar upp við flær, eða öllu heldur lús, sagði Indriði Handreður eiginmaður Borgargagnsins. Svo hækkaði Handreður róminn og öskraði á konu sína: - Þú ert grálúsug helvítis merin þín.

Þegar til átti að taka kom í ljós eftir skoðun hjá Gottfreði Gottfreðssyni lækni, að Máría Borgargagn var með ,,blending", það er blending af flatlús og venjulegri lús; það þykir verra því þessháttar skepna lifir einungis á sérstöku óþrifafólki og aflægis. Og Gottfreð læknir skemmti sér ágætlega við að fræða vinkonu sína Máríu Borgargagn um allskonar lúsaplágur. Meðal annars trúði hann henni fyrir því, að hann hefði ræktað upp kvikindi með því að blanda saman venjulegri lús og færilús; þennan færilúsablending kvaðst hafa alið á sterum svo þær urðu eins stórar og litlar köngulær. - Svo sigaði ég þeim á Kolbein okkar Kolbeinsson, sagði Gottfreð glaðhlakkalegur, - og þegar frú Ingveldur uppgötvaði að karlinn hennar væri kominn með sannkallaðar aflraunalýs á kroppinn gekk hún svo nærri aumingjanum svorna að hann mátti liggja í reifum á spítala upp undir tvo mánuði. Hún drap hann næstum, hahaha.

Síðan Borgargagnið fékk þessa óþægilegu blendingslús hefir Indriði maður hennar Handreður lagt dag við nótt að komast að því hvar hún hafi fengið varginn á sig. Ýmsar ófétislegar rottuholur koma til greina. En líka betri ódámar eins og Brynjar Vondalykt, sem ber nafn með rentu, og Óli Apaköttur, hvers vegir eru órannsakanlegir eigi síður en breima fresskatta. En meðan Indriði leitar og leitar, er kona þans þögul eins og gröfin og verst allra fregna ef á hana er gengið. Í fyrrinótt vaknaði svo Handreður upp með fáti, því honum hafði dreymt að til hans kæmi Kolbeinn Kolbeinsson, ófrýnilegri en nokkru sinni, og orkti Kolbeinn þegar í stað á hann.

Liggur í ljótu porti
lagskona Handreðs ins frækna.
Hefir hún samlag við sóða,
sóttfulla Brynjar og Óla.
Kolbeinn úr humátt þar kallar:
- komið þér piltar og hnusið.


mbl.is Vill ekki gefa sína fyrrverandi upp á bátinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband