Leita í fréttum mbl.is

Eiríki Kantónu lítill sómi sýndur og hélt hann af landi brott stórhneykslaður

fool1_1132725.jpgÞað kom fljótlega á daginn að Guðni Th. hafði ekki hugmynd um hver Eric  Cantona er. Gwöðne Tíhí, eins og Cantona ber nafn hans fram, spurði viðstadda í forundran hvaða kallskratti þessi með sixpensarann væri, hvort þetta væri ölvaður flutningabílstjóri að norðan eða einhver páfagaukur frá Jótlandi. Þegar honum var sagt að þar væri kominn heimskunnur knattspyrnusnillingur úr Frakklandi fór Guðni að hlægja og hló lengi, uns gesturinn fór að spyrjast fyrir hvert hann væri kominn.

Þessi uppákoma er náttúrlega fullneyðarleg fyrir frjálst og fullvalda ríki með Sjálfstæðisflokk og fullt af praktísérandi glæpamönnum. Næst þegar farið verður með frægðarmann suður á Bessastaði verður þess vandlega gætt, að forsetaskömmin hafi einhvern pata af hver sé að heimsækja hann. Guðna til afsökunar má geta þess að hann er svo ómannglöggur, að í opinberu heimsókn hans til Svíþjóðar þekkti hann ekki Gúsatf Adólf kóng frá Sylvíju drotningu. Lengi vel virtist þetta ekki koma að sök í svíþjóðarferðinni, eða allt þar til Gústaf Kóngur rauk upp eins og naðra og sakaði gest sinn um fádæma dónaskap, sóðaskap og klámskap.

En Eiríkur Kantóna gerði sem sagt heldur snubbótta ferð á Bessastaði í dag og flaug hann að svo búnu af landi brott yfir sig ringlaður á Íslendingum. Á Keflavíkurflugvelli hafði hann á orði við samferðarmenn sína, að þessi villulýður, Íslendingar, hafi komið sér fyrir sjónir eins og súrrealískur dýragarður í kvikmynd eftir snargeggjaðann eðjót úr Síberíu. Mest varð Kantóna þó hneykslaður þegar honum var sýndur landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni og spurði fullur forundrunar hvaða andskotans svínastía þetta væri. Þegar honum var tjáð að þetta væri flokkur forsætisráðherra að funda, sagðist hann hafa heyrt að Helvíti væri í fjallinu Heklu á Íslandi, en aldrei hefði honum dottið í hug að hin mikla vistarvera Myrkrahöfðingjans væri til húsa í íþróttahöll í Reykjavík.


mbl.is Cantona hitti forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Nú verðurðu að lesa kosningafréttirnar aðeins betur, Jóhannes. Sjálfstæðisflokkurinn er EKKI flokkur forsætisráðherra.

Forsætisráðherfan, hún Kata litla, á heima í marxíska öfgafemínistaflokknum, VG.

Aztec, 18.3.2018 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband