Leita í fréttum mbl.is

Viljum vér opin réttahöld yfir þeim er hafa orðið hórnum að bráð?

dom_1272956.jpgMikið verður gaman að lifa þegar farið verður að halda opinréttarhöld yfir þeim sem hafa orðið hórnum að bráð. Sjáið þér ekki fyrir yður landsfrægan lögmann eða veleðla stjórnarformann stórfyrirtækis hágrátandi á knjánum frammi fyrir grimmum dómurum og saksóknurum og enn grimmari fjölmiðlafábjánum og landslýð? Ekki verður minna um þýrðir þegar hinir bersyndugu ljóngröðu delinkventar verða leiddir út úr dómshúsinu og hnepptir í gapastokk hvar allir geta séð þá, hrækt á þá og sparkað dulítið í þá.

Þegar frú Ingveldur heyrði hugmynd yfirmanns mansalsteymisins um opin réttarhöld yfir hórkörlum og hórkerlingum varð hún gersamlega alveg ærð. Fyrir það fyrsta sló að henni ótta um að fyrsti maður fyrir hórdómsréttinn yrði eiginmaður hennar, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, og næstur þar á eftir hún sjálf. Því gekk frú Ingveldur rösklega til verks eftir hádegi og snöri glæsilega upp á eyru mansalsteymarans svo hann æpti og öskraði eins og naut sem fest hefir halann í rafurmagnsgirðingu. Næst þegar mansalsteymarinn mætir fyrir fjölmiðla mun hann afneita af alefli opnum hórdómsréttarhöldum og ekkert kannast við að hafa nokkru sinni nefnt á nafn slíkan óþverraskap.

Svo má vel vera, að lýðurinn vilji opin réttarhöld yfir siðferðilegum óhappamönnum og efni til uppþota og jafnvel verkfalla til að fá sínu framgengt. Hvað gera bændur þá? Það er áreiðanlega alveg djöfullegt ef sú staða kemur upp, að togstreytan standi milli þess hvort stjórnskipan landsins, stjórnarfar og kapítalisminn haldi velli eða leyft verði að málshöfðanir, yfirheyrslur og dómar yfir því fólki sem orðið hefir hórnum að bráð fari fram í galopnu ferli fyrir allra augum. Ég er hræddur um að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði að fjalla um þetta mál og gefa út fororðningu að því loknu.


mbl.is Réttarhöld í vændismálum verði opin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Saklaus þar til... sekt er sönnuð?

Nei, þar til kæra er borin upp, sekur eða saklaus.

Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 21:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta verður að vera galopið frá upphafi til enda, annars ekki nærri því eins mikið fútt í þessu. Opin réttarhöld og svo framvegis yfir hórstóðinu hefir fyrst og fremst skemmtanalegt gildi fyrir lýðinn.

Jóhannes Ragnarsson, 17.3.2018 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband