Leita í fréttum mbl.is

Og þá missti píkuna niður í göturæsið

nak2.jpgVissuega hefði það verið saga til næsta bæjar, ef kvendi, við skulum segja Steina Þórey og frú Ingveldur, hefðu mætt á staðinn píkulausar. Hingað til hefir píkulaust kvenfólk af einhverri ástæðu verið fremur illa séð og það svo, að kvendi með píkur haf sýnt þeim áreiti, upplifun, samtal, - já og einhver fleiri tískuorð, sem hvur étur upp eftir örðum eins og apaköttur.

En hið undarlega atvik, sem henti Máríu Borgargagn um árið í gönguför um götur bæjarins, er sennilega einhver mesta furða í samanlögðum píkufræðum heimsins. Það gjörðist sem sé, að píka Borgargagnsins losnaði, féll niður á gangstéttina, og skoppaði þaðan að göturæsinu og hvarf niður um ristina. Vitanlega varð uppi fótur og fit, því ekki er daglegt brauð að vel skapað kvendi með hugsjón missi sjálfa píku sína niður í holræsakerfi.

ing2.jpgAð vísu komu fagmenn starx á staðinn og ráku allskyns ganda og gaura, víra og staura, niður ræsið og tókst á undrasnjallann hátt að veiða upp píkuna Borgargagnsins, og mátti eigi tæpara standa því rottan var komin á slóðina, þess albúin að gleypa hinn vinsæla líkamspart Máríu Borgargagns og Indriða Handreðs manns hennar. 




mbl.is Mættu með píkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband