Leita í fréttum mbl.is

Brautryðjandinn Björn í Öxl og eftirmenn hans

bjorn2.jpgJú, það er sannarlega viðsjárvert ástandið á kjarnamörkuðunum í Evrópu. Enn skemmtilegra er þetta tilgerðarlega hægrikratíska orðbragð ,,kjarnamarkaðir í Evrópu." Og hvað gera bændur þegar ferðamannatrallið hrynur fyrir björg? Hver ætli borgi offjárfestingu hinna gráðugu þegar gistihúsin, hótélkumbaldarnir, fara á hliðina? Bjarni Ben? Sjálfstæðisflokkurinn? Ingjaldsfíflið í stól forsætisráðherra? Nei, ætli það.

En satt að segja er dálítill léttir af fá fréttir af horfum á fækkun erlendra ferðalinga því vandséð er að aðstæður séu til staðar að taka á móti allri þessari kássu. Þar fyrir utan er iðnaður, tengdur ferðamönnum, gróðrastía spillingar, skattsvika, brotum á kjarasamningum og öðrum svæsnum lögbrotum og ómennsku.

Það er nefnilega þannig, að í hvurt skifti sem minnst er á ferðamannaiðnað kemur í hugann brautryðjandinn Björn bóndi frá Öxl á Snæfellsnesi, sem féll frá rétt fyrir aldamótin sextánhundruð. Ekki er þar með sagt að verið sé að ýja að því ferðamannaiðjuhöldar nútímans leggi með exi í höfuð gesta sinna eins og Björn heitinn var sagður gera og ræna þá síðan, heldur virðist þessu lið vera mjög laus höndin þegar svindl, arðrán og skepnuskapur eru í boði. 


mbl.is Fækkar um 20-30% frá bestu mörkuðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Mér finnst ósanngjarnt að draga Hergiley inn í þessa umræðu. Einnig að lesa eftir illmælgi um gott fólk. 

Kristbjörn Árnason, 16.4.2018 kl. 20:24

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig kemur Hergilsey við þessa sögu? Og hvaða góða fólk varð fyrir illmælgi?

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2018 kl. 21:49

3 Smámynd: Aztec

Ég er nokkuð viss um að Kristbjörn hafi meint að þú hafir talað illa um Ingjaldsfíflið með því að líkja því saman við Katrínu Jak.

Aztec, 19.4.2018 kl. 13:53

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jánú skil ég Aztec. Aðvitað byjar ekki Ingjaldsfíflinu að vera líkt við annan eins forsætisráðherra og Katrínu greyið.

Jóhannes Ragnarsson, 19.4.2018 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband