Leita í fréttum mbl.is

Og mykjuskvetturnar gengu í allar áttir

xb2_1254087.jpgÆ ætlar aumingja kallinn ekki að fara að hætta þessari vitleysu? Þetta er orðið heldur langdregið og hvimleitt hjá honum, en þó einkum þráhyggjulegt eins og kallgarmurinn sé orðinn hálfgeggjaður af Framsóknarflokknum og Tortólu. Það keyrði auðvitað um þverbak þegar gamla Framsóknarmaddan bauð húskörlum sínum að handsama Sigmund Dávíð, sem þá var ráðsmaður hennar í Fjósinu, og kasta honum miskunarlaust í Fjóshauginn. Og mikið var gömlu Maddömunni skemmt þegar þessi fyrrum óskadrengur hennar endasakkst í Fjóshauginn í öllu sínu 300 punda veldi og mykjuskvetturnar og sletturnar gengu í allar áttir.

En alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Og Sigmundur stofnaði mjög hægrisinnaðan ,,Miðflokk" með dreggjunum úr Framsókn og undurfurðulegu undirmálsslekti úr öllum áttum, óhemju heimsku fólki, sem heldur að Kögunarpiltkornið með gullskeiðina í trantinum sé einhver byltingarforingi og bjargvættur, þó svo hann sé búinn skríða um alllangt skeið um hina poletisku velli með buxurnar á hælunum, rúinn tiltrú og trausti almennings.

Útaf fyrir sig er ágætt að Sigmundur skemmti sér eina helgi með sínum líkum og kalli það ,,landsfund" Miðflokksins. Við hin, sem neyðumst til að fá fréttir ef þessum kynlegu fundarhöldum úr órafjalægði gegnum fjölmiðla, brosum í mesta lagi að vitleysunni, en flest okkar flýtum oss að slökkva á tækinu, eða fleygja blaðinu í ruslatunnuna, því mörgum er aulahrollurinn, sem fylgir fréttum af Sigmundi, um megn. 

Meðfylgjandi mynd er af Sigmundi Dávíð og fylgdarsveinum hans þegar þeir mættu á fundarstað í morgun. 


mbl.is Lýðræðið látið undan síga hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband