Leita í fréttum mbl.is

Barátta gervigrasasnanna gegn knattspyrnunni

ball_1132817.jpgSko-bara apakettina í bæjarstjórn Kópavogs, nú hafa þeir bæst í hóp gervigrasasnanna, sem ætla að leggja sokallað gervigras á aðalknattspyrnuleikvang Kópavogs. Ja, þvílíkir andskotans bögubósar. Að eyðileggja ágætan grasvöll og leggja gervigras í staðinn jafngildir að fara rúmlega hálfa leið yfir í gæði malravallanna, sem flestir eru fyrir löngu aflagðir. Af hverju gervigrasasnarnir fara ekki alla leið yfir í mölina er með öllu óskiljanlegt og leiðir hugann að því hverjir það eru sem hafa hag af því hér á landi að selja gervigrasösnum gervigras á boltavelli.

Fyrir stuttu síðan hafnaði Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, að fara til úrvalsdeildarliðs í Svíþjóð til að ná sér aftur á strik eftir erfið og langvinn meiðsl, af því að þá mundi hann þurfa að leika á þó-nokkuð mörgum gervigrasvöllum, en umræddir gervigrasvellir eru kunnir fyrir meiri meislatíðni en grasvellir, fyrir nú utan hvað leikir á gervigrasi eru mikið lakari að gæðum og að flestu leyti líkir fótbolta á malarvelli.

En gervigrasasnar í Kópavogi hafa, eins og víðar, forgang þegar eyðileggja skal grasvelli. Og brátt nennir enginn að eltast við að fara á völlinn, því það sem boðið er upp á gervigasvöllum er leiðinlegt, klunnalegt og síðast en ekki síst: gervilegt. 


mbl.is Tillaga um gervigras samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband