Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefning syndanna

KölskiÞað gekk eitt og annað á þegar Pétur Þríhross fór ásamt fáeinum smáköllum upp á fjall til að grafa þau Satan og Mósu upp til að koma þeim til byggða og í vígða mold. Satan og Mósa vóru á sinni tíð alþekkt illþýði, sem samtíðarmenn þeira gáfust loks upp á og embættuðu við aðstoð axar, höggstokks og böðuls. Svo verður það, einum tvohundruð árum síðar, að Satan og Mósa koma fram, afturgengin, á miðilsfundum að heimili Péturs Pálssonar framkvæmdastjóra.

Fáum sögum fer af ferð Péturs og hans manna og greftri þeirra á fjöllum, nema hvað nóg brennivín var meðferðis. Undir morgun, daginn eftir, kom Pétur einn saman til byggða með böggul í fanginu, en aðstoðarmenn hans skiluðu sér síðar, sumir handan fjalla og rammvilltir. En Satan og Mósa fengu sína útför í fallegri kistu með sálmasöng og bænagjörð.

Nú stendur til að gera Rósu að bæjarstjóra í Hafnarfirði og væntanlega verður Satan skammt undan. Í staðin fyrir að Pétur Þríhross fór á fjall vóru íbúar Hafnarfjarðar látnir kjósa Rósu og Satan karlinn taldi atkvæðin og glotti við tönn. Því má segja með sanni að allt er það eins liðið hans Sveins ...


mbl.is Rósa næsti bæjarstjóri í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband