Leita í fréttum mbl.is

Illar afleiðingar dodobindindis

naut1.jpgÞað er ekki raunveruleg ást sem hverfur við það eitt að viðkomandi hjón hætti með öllu að gera dodo. Hinsvegar er alþekkt að svokölluð brundíllska eykst til muna við langvarandi skírlífi og getur orðið hættuleg ef ekkert er að gert. Vér kunnum sögur af hroðalegum griðungum sem fengu ekki, árum saman, úrlausn sinna kynferðismála á heiðarlegan og siðsamlegan hátt. Því voðalega ferli lauk stundum með því að griðungurinn braut sér leið úr fjósi og vóð inn í bæ til húsbænda sinna og marði þá til bana með hornum sínum og krúnu. Og hrylllilegt þarfanaut í Borgarfirði gerði bragð úr ellefta boðorðinu og braut upp fjárhúsið á bænum og nauðgaði ánum, sumum til dauðs, því miður.

Um kvennmann sem ekki þolir skírlífi er frú Ingveldur glæsilegt dæmi. Þegar hún læsti Kolbein eiginmann sinn inni í risherbergi í stinna tólf mánuðu, því hann hafði drýgt óforskammaðar hjúskapar- og siðferðissyndir, hugðist hún lifa skírlífi líka og endurheimta meydóm sinn. Ekki tókst þó betur til en svo, að eftir hálfan mánuð var frú Ingveldur orðin ill og ör og viku síðar þaut hún eftir póstburðarstúlkunni og lék hana grátt bak við bílskúr nágrannans. Eftir mánaðar dodobindindi var frú Ingveldur orðin gjörtryllt og sást ekki fyrir í ofbeldislátum og vanstillingu.

ingv2.jpgEn þegar kynlífsfasta frú Ingveldar var orðin þriggja mánaða löng tók hún sig til og hafði gögn öll og gæði af vinkonu sinni, Máríu Borgargagni, er sú uppákoma fólki er að kom í föstu minni. Það er sagt að Indriði Handreður, þá ástmaður og síðsr eiginmaður Borgargagnsins og Brynjar Vondalykt hafi komið að og ætlað að skakka leikinn en orðið að láta í minni pokann. Þegar mestu hryðjurnar vóru yfirgengnar frú Ingveldi lagði hún sig útaf og kumraði eins og hross og malaði eins og köttur meðan Máría Borgargagn sleikti sár sín af sykurmettaðri ánægju.


mbl.is Ástin að hverfa vegna kynlífsskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Hefurðu heimildir fyrir þessu, Jóhannes?

Aztec, 10.6.2018 kl. 18:50

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Heimildir?
Æ já, þær hefi ég, því miður.

Jóhannes Ragnarsson, 10.6.2018 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband