Leita í fréttum mbl.is

Ţeir segja hann sé brjálađ illhveli í postulínsbúđ

hvala2Ekki er ţađ nú efnilegt međ hann Kristján, angans kallbaunina. Nú eru ţeir sem sé farnir ađ tala um ađ hann sé eins og hvalur í postulínsbúđ, eđa jafnvel eins og sturluđ steypireyđur í glervöruverslun. Sama hvort heldur er, han Kristján á ekki svona umtal skiliđ, auminginn svorni. So eru sumir skítakallarnir ađ segja ađ Kristján sé hefnigjarn og sé ađ hefna sín af ţví ađ hann tapađi máli fyrir dómstólum! Nei nei nei, ţađ getur andskotann ekki veriđ ađ Kristján sé hefnigjarn.

Og Kristjáni er tíđrćtt ţessa dagan um ţennan Vilhjálm og ađ ţessi Vilhjálmur sé sona og sona og ţessi Vilhjálmur og ţessi Vilhjálmur ... En Kristján sleppir alveg ađ geta ţess, ađ ţessi Vilhjálmur gerđi sér hćgt um vik og hafđi endaskipti bćđi á Kristjáni og Hval og kenndi ţeim ađ brot á kjarasamningum er ekkert gamanmál.

Verst af öllu er samt, ađ karlkjökriđ veit ekki lengur hvort hann er Kristján Hvalur í postulínsbúđinni eđa Kristján Ţór Júlíusson samherji frá Dalvík. Ađ vísu eru ţeir kumpánar báđir glćsilegur vitnisburđur um velheppnađa blöndu af frjálshyggjuţrjótum og síđari tíma framsóknarţorpurum, en ţegar umrćddir heiđursmenn eru ekki lengur međ eigiđ sjálf á hreinu er viđbúiđ ađ váin liggji í leyni viđ túnfótinn. Viđ verđum samt í lengstu lög ađ vona og vćnta ţess ađ illir hvalbátasjóarar haldi ekki til hafs međ sinn velgjörđamann innanborđs og noti hann sem skutul í hvalabyssuna og skjóti honum, kanski upp í sjálfan rassinn, á langreyđinni sem til stóđ ađ veiđa. 


mbl.is „Ţú býđur ekki ţessu fólki í heimsókn“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dh

Ći greyin litlu sem sjá ekki samhengi hlutanna. Eđa ţeir sem finnst meira en sjálfsagt ađ neyta fisks og kjöts og alls ţess á milli en gráta svo í koddann á kvöldin vegna hvalsins saklausa sem einskis ills sér vćnti en var veiddur. Ţeir telja sér ţá trú um ţađ ađ hvalurinn krúttlegi sé grćnmetisćta sem aukţess megi ekkert aumt sjá og í ofanálag heimspekilega ţenkjandi skepnan sú.

Eđa ţeir sem međ grátstafina í kverkunum og ekkasogum versla sér ţurrmat fyrir gćludýr sín ađ mestu úr lođnumjöli og horfa á dýr sín matast og hugsa um dýravelferđ međ áherslu á hvalavernd.

Aldrei skyldi ţó vera ađ vaxandi stofnar hvalsins eti sjálfir eithvađ úr öđrum nytjastofnum svosem lođnu eđa ţorsk, Eđa ţá keppi viđ ţorskinn um fćđu. Hvalurinn er vegan.

Eđa svo ţeir sem hugga sig međ einum börger og frönskum eftir sjokkiđ af lestri frétta sem ţessum.

Í fullkomnum heimi er hvalurinn landdýr sem nćrist á fuglasöngshljóđum.

dh, 24.6.2018 kl. 23:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband