Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðaváin tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi

ingv9.jpgHjólreiðar eru eitt bövað helvítis reiðarslag. Hve oft höfum vér ekki séð kófdrukkinn hjólreiðamann koma þjótandi á reiðhjóli og keyra niður hvað er fyrir verður, fólk, hunda, ketti og dauða hluti og kastast að lokum af reiðskjóta sínum og út í skurð eða urð, sem er náttúrleg gott á svona ódáma. Frú Ingveldur var á tímabili einn svæsnasti hjólríðari landsins, eða allt þar til henni var bannað með dómsúrskurði að koma nálægt reiðhjóli, en þá var hún nær búin að gera tug manna farlama, eða jafnvel drepa þá, með því að hjóla á þá á ofsahraða; sumir sem urðu á vegi hennar máttu sæta barsmíðum af hennar hálfu í þokkabót fyrir það eitt hafa orðið á vegi hennar.

Jón íþróttamaður var líka um stund heltekinn reiðhjólabaktéríunni og þaut um allar jarðir á hjólhesti sínum og gáði aldrei að hvað framundan var. Hann birtist eitt sinn óforvandis fyrir framan strætisvagn og leit út fyrir árekstur. Strætóstjóranum tóks þó á síðustu stundu að bremsa og beygja frá íþróttamanninum, sem spýttist sem fugl flygi yfir götuna og yfrí næsta stræti. Strætisvagninn hafnaði aftur á móti á verslun og margir farþegar slösuðust, sumir heldur illa. Eftir þetta var Jóni íþróttamanni komið fyrir í fangelsi og hann geymdur þar vetralangt.

kolb15Nú er svo komið að hver einast hjólreiðamaður hefir gjört þau frú Ingveldi og Jón íþróttamann að leiðtogum lífs síns og sérstakar fyrirmyndir þegar kemur að hjólreiðum. Á höfuborgarsvæðinu má sjá flokka af hjólreiðamönnum fara í loftköstum þvert á götur, gangséttir og göngustíga eins og hjarðir af hreintörfum. Það gefur auga leið að venjulegu fólki stafar stórhætta af þessum andskotans púkafans. Þó er bót í máli, að ríkisstjórnin hefir tekið þá ákvörðun að leyfa ótakmarkaðar veiðar á hjólreiðamönnum frá og með 15. septemberis næstkomandi. Standa vonir til að þetta viðbragð ríkisstjórnarinnar kunni að vinda bráðan bug að vandamálinu og almennir borgarar geti með vorinu um frjálst höfuð strokið á götum úti fyrir geggjuðum, dópuðum og drukknum reiðhjólaföntum.   


mbl.is „Held að allir þurfi að bæta sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband