Leita í fréttum mbl.is

Gunnsi kallinn, fílamaðurinn og fornkapparnir

sira1.jpgSvo slagsmálageirfuglinn Gunnsi Nel ætlar að láta dusta rykið úr sér opinberlega fyrir áramót og snýta rauðu. Ef ég man rétt, sem ég man, þá reyndi Gunnsi síðast að slást við einhvern gamlan karlskrögg, áttræðan minnir mig. Það fór nú svona og svona hjá Gunnsa blessuðum. Hvernig var það, leikurinn var varla byrjaður þegar karlskröggurinn tók Gunnsa á kné sér og flengdi eins og hvurn annan óknyttadreng sem rifið hefir buxurnar og nýja jakkann sinn. Síðan hefir Gunnsi legið eins og hrúga, gersamlega afhýddur, hágrátandi.

Það hefði orðið góð skemmtan af, ef Gunnsi þessi Nel hefði verið uppi á söguöld með köppum eins og Þorgeiri Hávarsson, Gretti Ásmundarson, Gunnari á Hlíðarenda, Agli á Borg og Skarphéðni í brennunni, svo einhverjir séu nefndir. Sennilega hefði bardagi hans við, til að mynda Þorgeir Hávarsson, verið afgreiddur með einni stuttri setningu í Fóstbræðrasögu og síðan hefði Þorgeir haldið áfram við frægðarverkin eins og Gunnsi Nel hafði verið fluga sem hann hefði dustað af sér, eða bara ekki neitt neitt.

vik_1239908.jpgÍ maí síðastliðinn ætluðu dárar að láta Gunnsa slást við einhvern hálfútafdauðan fílamann, en var bannað það af augljósri ástæðu. Þessi fílamaður lét sér fátt um finnast, enda kunnur fyrir allt annað en hugsanir, minni og dómgreind. Og fyrst ég minntist á Egil, son Skallagríms á Borg við Borgarnes, þá má Gunnsi kallinn vera feginn að hafa ekki verið samtíða þeim manni. En um Egil hefir sagt verið, að þó hann væri frá Borg hafi hann aldregi neitt Borgargagn verið. 


mbl.is Gunnar berst líklega fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband