Leita í fréttum mbl.is

Bakkaferðir fyrr og nú

drunk6Á meðan dálítil brennisteinslykt finnst í Skaptártungum leggur ægilega brennivínspest af Vestmannaeyjum og á land upp. Bændur í Árness- og Rangarárvallasýslu eru sammála um að skjaldan hafi þeir fundið eins skelfilega pest ganga á land og nú og spá því að fyllirí á þjóhátíð í Vestmannaeyjum muni keyra um þverbak að þessu sinni og verði Eyjapésar lengi að bíta úr nálinni að þessu sinni.

Þá hafa bændur orðið varir við stóra mannflutninga út til Eyja, ekki ósvipaða og um Heklu og niður í gíg hennar um sama leyti og fólkorustur fara fram úti í heimi. Og vissulega er umferð til Vestmannaeyja og brennivínslætin þar um verslunarmannahelgar eitt svakalegt hervirki og viðbjóður hvurri mennskri sál. Hvað er eitt Skaptárhlaup með brennisteini í samanburði við náttúruhamfarir þjóðhátíðar í Eyjum, spyrja bændur og eru grallaralausir af undrun.

Ef þessari ónáttúruherferð til Eyja um verslunarmannahelgi er líkjandi við eitthvað þá er það þegar Stórabóla og Svartidauði komu með Bakkaskipum hér forðum og grönduðu margri mennskri kind. Með læknavísindum vóru drepsóttir kvnar í kútinn, en aungin vísindi bíta á mannlega heimsku eins og þessa ekkisins þjóðhátíðareyðni, sem Eyjalarfar efna til á hvurju sumri og hæla sér af.  


mbl.is Brennisteinslykt finnst í Skaftártungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband