Leita í fréttum mbl.is

Og af þeim skökullinn og skinnið með

kol_1063155.jpgMikið óskaplega sakna ég þess að ekki séu myndir með þessara frétt að þeim Gylfa Ægissyni og Jóni Vali Jenssyni, en þeir kompónar áttu að öðrum ólöstuðum skæðasta númer gleðigöngunnar. Í tilefni dagsins höfðu þeir félagar gjört sig svo hinsegin, að þeir vissu ekki lengur hvor var hvor og þeir snörust í eina bylgjandi heild á sviðinu fyrir framan öll börnin og viðkvæmu gamalmennin, sem skiptu tugum þúsunda að þessu sinni fyrir framan sviðið.

Auðvitað var atriðið þar sem annar þeirra, Gylfi eður Jón Valur, kom skeiðandi fram á pallinn í með búrku á hausnum og kolsvörtu stuttpilsi, svo undurstuttu að rasshárin blöstu við áhorfendum eins og fagurt blómstur á þjóðhátíðardegi. Svo fóru þeir karlarnir að dansa skottísa og ræla við þrumandi harmónikkubeljanda og nærstaddir fylgdust með vaxandi skelfingu með lúkunum á körlunum og hvurnig þeir færðu sig æ meir upp á skaptið sem harmónikkann beljaði hraðar.

Sem betur fer lauk þessu helsta stórnúmeri gleðigöngunnar á besta veg með því að Gylfi, íklæddur leðurponsjói sté óvart útaf sviðinu og hvarf í manngrúann fyrir neðan og hefir síðan ekki sést. En Jón Valur hélt áfram að dansa einmenning þar til hann féll í ómeginn á miðju sviðinu og stóð eimyrju- og gufumökkur upp af honum eins og af úrbræddri vél.
Og nú er orðið nokkuð ljóst að þeir Gylfi og Jón verða svo hinsegin til frambúðar að aungin hætta stafar af þeim meir til minni eða stærri hervirkja; þeir eru sem maður segir eins og brunnin skör, af þeim skökullinn og skinnið með  


mbl.is Mikið um dýrðir í gleðigöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband