Leita í fréttum mbl.is

Þér skuluð aldrei treysta prinsessu

perv.jpgÞær eru hver sem önnur þessar prinsessur og ekki barnanna bestar. Nægir að minna á Mjallhvíti, sem var hið versta naut og laug upp á stjúpu sína að hún hefði eitrað fyrir sig, þegar sannleikurinn var sá að Mjallhvít, sem hafði strokið að heiman, var á endalausu generalfylliríi með dvergunum, sem aftur vóru í raun og veru aungvir dvergar heldur 12 ára götustrákar, uppfullir af sora og illum kynhvötum. Og hvernig var ekki með þessa Öskubusku, eða Flöskutsku eins og strákarnir kölluðu hana? Hún flekaði náttúrlausan prinsaumingja til samlags við sig og skildi hann eftir, síðar á ævinni, dauðan af brennivínsdrykkju úti í skurði og þar króknaði kauði eftir miklar þrengingar.

Já, þér skuluð aldregi treysta prinsessu, því slík dama gæti verið búin að stela af yður krtiskortinu og skilja þig eftir nærbuxnalausan í óhrjálegu húsasundi að kveldi til, og þér þyrðuð ekki út úr húsasundinu sökum nærbuxnaleysisins, því þér eruð bæði spéhræddur og auk þess hræddur við að lögreglan mundi handtaka yður og kæra yður fyrir blygðunarsemisbrot. Og prinsarnir eru varhugaverðir líka, það sannar moldin sem var á fötum Karls prins eftir að hann var að velta sér upp úr flaginu með kerlingarhexinu, sem hann býr með í dag.

Frú Ingveldur hefir að vísu verið all-nokkur aðdáandi prinsa og prinsessa og kveðst sjálf, með stolti, hafa komist í kast við þessháttar fólk og átt með því nærgöngular stundir, eins og hún orðar það sjálf. Í eina tíð varð henni tíðrætt um einhvern færeyskan prins, sem hún fullyrti að hefði skriðið inn umm gluggann hjá henni um eina miðja, dásamlega vornótt. Löngu síðar, þegar frú Ingveldi varð ljóst að þetta með færeyska prinsinn var eitthvað málum blandið, komst hún að því að þetta hafði ekki verið neinn prins, heldur venjulegur íslenskur slordóni sem hafði tekist að villa henni sýn og hafa af henni öll gögn og gæði með slóttugheitum og brögðum.


mbl.is Prinsessan vildi sýna örið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband