Leita í fréttum mbl.is

Ten pounds for Dolly

kol1Það er naumast þeir hafa verið í annarlegu ástandi í morgun Sjálfstæðismennirnir í Reykjavík: annar skríðandi eins og grasmaðkur úti á lóð með laufhrúgu ofan á sér og hinn skrafurinn að athuga prísana í verslunum borgarinnar. Nú, þess ber að geta, að báðir eru þessir menn víðkunnir af afrekum sínum. Annar þeirra, sá sem lá iðandi undir laufblaðakássunni, er kunningi vor, Óli Apaköttur, frægur af endemum, hinn náunginn, þessi sem vafraði um búðir í miðbænum, það var Brynjar Vondalykt, frægur af enn meiri endemum; honum var ekið heim til frú Ingveldar og Kolbeins og honum fleygt þar inn í forstofuna.

Þessar skemmtilegur fréttir af félögunum tveimur minna óneitanlega á laglegt atvik úti í Hirtshals í Danmörku, endur fyrir löngu. Við höðum verið að landa síld alla nóttina og nú var þar komið sögu að verið var að taka ís og nýja kassa um borð fyrir næstu veiðiferð, þegar fyrsti vélstjóri snaraðist ábúðarfullur út á dekk og spurði okkur fyrirvarlaust, alvarlegur á svip, hvort við hefðum séð helvítis kokkinn þegar hann kom um borð áðan. Nei, enginn okkar hafði séð það. - Það avar þrifalegt að sjá, æpti vélstjórinn, - hann gekk ekki um borð, þetta helvíti, hann skreið!

Já, blessaður matsveinninn okkar, sem líka var Sjálfstæðisflokksmaður, var víst sannarlega í annarlegu ástandi þennan ágæta morgun, eftir að hafa heimsókt matvöruverslunina í Hirsthals, en þar var höndlað með allt frá léttum bjór upp í 96% síritus, kallað ,,finsprit" ef ég man rétt, sem ég man. Það var mesti munur að hafa sona glaðsinna og kærleiksríkan kokk á síldinni í Norðursjónum forðum daga og öllum öðrum var hann útsjónarsamari við að verða sér út um efni sem komu honum í virkilega annarlegt ástand. Og það var einmitt þessi sami matsveinn, sem sagði okkur frá tildrögum þess að konan í Grimsby sagði við hann á ögurstundu: - No mony for me, ten pounds for Dolly.


mbl.is Fannst undir laufhrúgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband