Leita í fréttum mbl.is

Lagðist með skúringarkústinum.

ing5Hverslags djöfulsins kjaftabullsþvaður er þetta? Það vita allir, nema þeir allra vitlausustu, að hárlufsur franskra kéllínga minna meira á gatslita og trosnaða góftusku en heilbrigð og lifandi konuhár. Hér fyrrum, þegar íslenskar konur létu kýrnar míga á höfuðið á sér, státuðu þær að langfallegast hári í heimi; ekki einusinni englarnir með sitt englahár komust ekki með tærnar þar sem íslenskar stúlkur höfðu í hárfegurð.

Einsusinni, það var á síldinni í Norðursjónum fyrir langalöngu, höfðum við franskt kvendi með okkur um borð, eftir að hafa skroppið í land einhversstaðar. Sú frakkneska fór á kostum um nóttina og mátti margur garpurinn sleikja sár sín eftir hana dagin eftir, og einn okkar, hans nafns verður ei getið, reðurbrotnaði í fangbrögðum við hana. Um morguninn, um morguninn, þegar matsveinn okkar fór á stjá, og mannfallið var að öðru leyti algjört hvert sem litið var um borð, þá sýndist matsveininum að skúringarkústurinn með skúringartuskunni á stæði upp við vegg í borðsalnum.

Og af því matsveinninn okkar var stundum fljótur að hugsa og umfram allt sá maður sem lætur verin tala, þá þreif hann til hins meinta skúringartóls og hóf heingerningaræði af fullum krafti. Þegar hann hefir skúrað um stund og hann orðinn blautur af svita á enninu, þá tekur hann allt í einu efir að eitthvað er bogið við hreingerningartækið. Og þá hann gáði betur á kústinn, sá hann að þetta var ekki kústur, heldur franskur kvennmaður. En þegar þar að kom, að matsveinn okkar sagði frá þessu atviki varð honum að orði: ,,og þetta í eina skiptið. á allri minni lífsfæddri ævi, sem ég hefi lagst með skúringarkústinum."  


mbl.is Þetta gera franskar konur ekki við hár sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband