Leita í fréttum mbl.is

Skrekkur rekka til dáða dregur ...

kolÓjá, það er ýmislegt til gamans gert til að æra og trylla unglingana í því skyni að gera þá að uppivöðslusömum helvítisungum, sen aungvu eira í framtíðinni. Einn liðurinn í þeim óþokkaskap hinna fullorðnu er að halda börnunum svokallaðan ,,Skrekk" til að hvetja þau til að hafa saurlifnað og ólifnað í hávegum þegar þau verða fullorðið fólk.

Samkvæmt félagsvísindaráði NNR hefir Skrekknum tekist vel til og hefir fjölgað verulega skjólstæðingum félagsmálastofnanna, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Tobbi röndótti, sem hefir verið með rúmlega aðra löppina á Litla Hrauni síðan hann sigraði í Skrekk hér um árið, segir að Skrekkur hafi alveg farið með sig, ruglað sig svo í ríminu að hann hafi ekki séð til sólar síðan; fyrir áhrif af Skrekki hafi hann tekis sér fyrir hendur að fremja ódæðisverk, so sem ofbeldi, innbrot, sölu á eiturlyfjum og þýfi og brúkað afraksturinn til fjárfestinga, sem náðu hámarki rétt fyrir Hrun. Þegar ljóst varð að mundi hrynja seldi Tobbi röndótti fjárfestingar sínar og sendi pénínga sína til Torólu og Seychelleseyja. Í dag stjórnar Tobbi fjármálum sínum frá Litla Hrauni, hefur verið að fjarfesta í leigufélögum og sona og lætur vel af ávöxtun fjármagns síns.

Á Skrekknum í gærkvöldi sáu menn eftirvill framtíðarbófa á markaðstorgi hins kapítalíska óeðlis. Og miðað við firringuna, öskrin og skrílslætin er bjart framundan hjá þeim í Kauphöllinniog sprotafyrirtækjunum.


mbl.is Stressandi en frábær upplifun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband