Leita í fréttum mbl.is

Heilnćmar eru heimaunnar sláturvörur

ćrHér um áriđ andađist eitthvađ af sauđpéníngi hjá Ólafi bónda úr bráđapest. Og Ólafur bónd var ekkert ađ tvítóla viđ hlutina, verkađi hiđ fallna fé, fláđi ţađ, tók innan úr og brytjađi ketiđ niđur og auglýsti sláturmarkađ í túnfćtinum heima hjá sér. Fólkiđ kom og keypti afurđirnar af sálfdauđu fénu og át ţađ án ţess ađ kenna sér meins. Og ţó,- einhverjir úr hópnum urđu einkennilega skammlífir eftir bráđapestarketiđ; ţađ var eins og bráđapestin hefđi hlaupiđ í fólkiđ og drepiđ ţađ.

Vilhjálmur heitinn skólastjóri keypti hrygg og lćri af sjáfdauđu hjá Ólafi bónda og greindist stuttu síđar međ höfuđveiki, sem lýsti sér ţannig ađ kallinn sturlađist og hljóp fyrir björg. Sigurbjörg, merk kona og grandvör, matbjó frampart frá Ólafi og skipti engum togum, ađ ţegar hún var ađ bera á borđ rann hút til á eldhúsgólfinu og endastakkst niđur um kjallaralúguna, sem er ţar á eldhúsgólfinu, og hálsbrotnađi. Ţriđja tilfelliđ, sem rekja má til ólöglegrar kjötsölu Ólafs bónda, var dularfullur bráđadauđi konunnar Kristínar Kristjánsdóttur, en digur lundabaggi úr góssi Ólafs stóđ svo harkalega í henni ađ hún bókstaflega kafnađi viđ eldhúsboriđ, steindrapst og velti borđinu um í dauđateygjunum. Af ţessu getur fólk séđ, ađ ólöglegt kjöt drepur, ađ ekki sé talađ um ket af skepnum sem ţurfti ekki einusini ađ slátra.

Ólafur bóndi sjálfur hefur aungva skođun á ţessum andlátsmálum og vísar ţví á bug ađ ket af sjálfdauđum pestarrollum eigi ţar nokkurn hlut ađ máli. Samkvćmt hans reynslu sé ekkert ađ ţví ađ matreiđa og eta ţessháttar fénađ. Ţví til sönnunar hefur hann margsagt frá ţví ţegar hann fann löngudauđan hest úti í hrauni, hann var búinn ađ liggja ţar í minnst ţrjá til fjóra mánuđi, hlutađi hann niđur og hafđi heim međ sér. Húsfreyja Ólafs bar síđan hestinn á borđ fyrir fjölskylduna, ýmist sođinn eđa steiktan, og ţau átu hann alveg upp til agna, en hundarnir fengu beinin. Ţví miđur hljóp einhver fjandans hundur í Snata, smalahund Ólafs bónda, út af ţessum hrossbeinum, sem varđ til ţess ađ hann myrti húsbónda sinn á lćvísan hátt; hann stjakađi sem sé viđ Ólafi bónda neđ trýninu ţegar hann stóđ á blábrún hamraveggs nokkurs; ţađ var sextíu fađma fall niđur í hrottalega grjóturđ.

 


mbl.is Kćrđu sölu á kjöti af heimaslátruđu til lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband