Leita í fréttum mbl.is

Matseđillinn á grímudansleiknum á Bessastöđum

xb3.jpgSamkvćmt áreiđanlegustu heimildum sem fáanlegar nú til dags, ţá er ţingflokkur Miđflokksins í óđaönn, í ţessum töluđum orđum, ađ vígbúa sig, ţví ţingflokkurinn ćtlar ađ vera víkingasveit í glimmerglansveislunni á Bessastöđum í kvöld. Gyrtir sveđjum og öxum, međ skildi og spjót og atgeiri ćtla ţau ađ ösla fótgangandi á konungs fund og höggva hvurn ţann ólánsbesefa er á vegi ţeirra verđur. Fremstur fer stafnbúi Miđjuflokksins, međ öxina Rimmugýji upp reidda til höggs, en lestina mun reka helsta griđkona Miđjunga, vopnuđ fjósaskóflu ţess albúin ađ leggja hana flata viđ trýnin á kynsystrum sínum á ţingi.

Á ţessari stundu er alls óvíst hvort umrćdd veisla verđi annađ en móttökuathöfnin ein en heldur líklegt verđur ađ telja ađ hún breytist á augabragđi í hlálega fólkorrustu međ drjúgu mannfalli, brestum og blóđi. Má vera ađ margur knár kappinn verđi út borinn á völlinn, hröfnum til gottgjörelsis, eftir ađ leikurinn ,,hjólum í tíkina" hefir veriđ leikinn. Má og einnig vera ađ hröfnum verđi bumbult af ađ građga í sig fallna ţingmenn, en sem kunnugt er, ţá er bannađ međ lögum ađ eitra fyrir ref og varg. Og ţađ get ég sagt yđur satt, ađ fátt er ókrćsilegra en hrafn međ niđurgang, fljúgandi úm loftin blá, dritandi yfir mannfólkiđ; hrafnsniđurgangur er eitrađur eins og krataeđliđ og framsóknarvírusinn og vís međ ađ drepa hvurn ţann er hann lendir á.

So er matseđillinn hjá kokknum á Bessastöđum forvitnilegur í kvöld. Ţar veđur međal annars á borđum svartbakapaté sem og hvalsauga í hunangskonnjakki. Ţá er vert ađ geta haugsaladsins, sem gert er úr sérvöldu og verkuđu tađi úr hćnsnakofanum á Bessastöđum. Og yfir borđum vokir svo atburđur síđasta sólarhrings, Miđflokkshneyksliđ, eins og ţrumuský, til bragđbćtis öđrum réttum.     


mbl.is Forsetinn tekur á móti ţingmönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband