5.12.2018 | 23:01
Þá er þessu nú lokið með ómótstæðilegum gráthrinum í kverkunum
Jæja krakkar mínir, nú er komið nóg af umræðu um fullu kallana í klaustrinu. Niðurstaðan af því öllu er, að aunginn Íslendingur, sem berað hefir skoðun sína á brennivínsöskrum kallana, hefir aldrei á sinni lífsfæddri æfi heyrt annað eins klám og sóðakjaft, nema Sigmundur Davíð, hann hefir oft heyrt álíka og enn oftar mikið verra og samtvinnaðra klám, kvennfyrirlitningu, kvennhatur og kvennsemi og hafa menn núorðið talsverðan áhuga á hvaða endemi það eru í röðum þingmanna sem eru enn hroðalegri en Gunnar Bragi og Bergþór Óla í munnsöfnuði undir áhrifum Bakkusar gamla.
Jú, vissulega var raunarlegt að horfa upp á litlu ungfrú Alfredós berjast við grátinn, eða öllu heldur gráthrinurnar sem virtust vera við að springa fram úr öllu andliti hennar; og ósköpin öll minnti hún á aðra litla ungfrú, sem sé litlu úngfrú Gúðmúndsen þegar hún var að barma sér út af honum Garðari Hólm í Brekkukotsannáli. Já, þetta var virkilega flott númer hjá hjá þeirri stuttu í Kastljósinu í kvöld og féllu margir fyrir framgöngu hennar og frelsuðust inn í Framsóknarfjósið. Enda mun nú sjálf gamla Framsóknarmaddaman, jafn elliær og geggjuð sem hún er orðin, skriðið upp úr kör sinni og gjört litlu fröken Alfredós að klausturjómfrú í Framsóknarfjósinu, en því embætti fylgir að færa gömlu Maddömunni fullt vatnsglas af óblönduðu ákavíti klukkan sjö hvurn morgun er Guð gefur.
En klausturlífi Sigmundar Davíðs og þeirra er hér með formlega lokið, nema hvað enn á eftir að greiða dulítið úr sendiherraspillingunni sem upp komst eftir gáleysislegt tal í klaustrinu. Að vera sendiherra erlendis fyrir Ísland er eftirlaunastarf fyrir aflóga stjórnmálagarma, sem eru búinr að gera soleiðis í buxurnar að þeir geta hreinlega ekki meira. Þegar þar er komið sögu eru þeir sendir út fyrir landsteinana og látnir hafast við í góðum húsum, sem íslenska ríkið á, með þjónustufólki, ókeypis sendiherrabrennivíni og kvennaþjónustu sem er sko ekki í ætt við neina guðsþjónustu. Ef allt fer á versta veg, sem það gerir auðvitað ekki, verður víst að sópa stjórnmálaforingjum, fyrrverandi og núverandi, sendiherrum og einhverju fleirum saman og dæma þá refsingar, fangelsisvistar, hjóls og steglu. Þykir mörgum sem nú sé illa burtsofnaður og horfinn Guðmundur fjósarauður, sem hafði það embætti að flengja sakamenn opinberlega á Austurvelli og láta þá svo í gapastokk til að krakkar og hundar gætu pissað á glæpamennina.
Þeir eru ofbeldismenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 139
- Frá upphafi: 1545286
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Þú ættir að skammast þín...það eru einmitt svona kallar eins og þú sem þjóðfélagið getur og þarf að vera án.
Helgi Rúnar Jónsson, 5.12.2018 kl. 23:43
Sæll Helgi Rúnar, hverskonar munnsöfnuður er á þér hér á heilögusvæði síðuhöfundar Jóhannesar Ragnarsssonar. Þetta er bókmenntatexti sem Jóhannes ritar og er mjög gamall og eini textin sem er hægt að rita við þær aðstæður sem nú ríkja hjá okkur. Hann er sprottin upp úr sálarlífi þjóðarinnar, þar sem sjómenn dorguðu fyrir fiski og bændur munduðu heynál í stálið og reyndu að átta sig á ástandinu á Graðnýjarstöðum án þess að flækjast inn í það ástand sjálfir, því allir vilja pota, pota heynálinni í stálið.
Við eigum að þakka fyrir að svona bókmenntatexti sé enn skrifaður, annars væri ekki líft í landinu ef allir héngju útaf með skeifu.
Grínið lifi og þér munuð lifa. sagði kallinn.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.12.2018 kl. 08:27
Og mikioð er ég sammála þér Þorsteinn.
Við eigum að virða og heiðra þá sem pennanum kunna að beita.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 08:52
Þorsteinn H. og Ómar. Ég hefi nú þegar gert gangskör að því að minnast Helga Rúnars í bænum mínum; ég bað sem sé Guð almáttkan að sjá í gegnum fingur sér við greyið hann Helga Rúnar og refsa honum ekki mjög mikið því strákurinn vissi ekki hvað hann var að gera þegar hann hreytti fúkyrðunum, sem sjá má hér að ofan, í mig ag fullburða vanstillingu. Drotinn sé með Helga Rúnari og klappi honum ljúflega á kollinn, en gefi honum selbita í rassinn ef hann sér ekki að sér.
Jóhannes Ragnarsson, 6.12.2018 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.