Leita í fréttum mbl.is

Útidyrahurđ menningarseturs hafnađi úti á stétt

ing13Gott og vel, hún var í molum úti á plani, sem sé bílskúrshurđin, hana tók af í sprengingu. Útidyrahurđ frú Ingveldar og Kolbeins fór líka út á plan međ öllum umbúnađi, en ţađ var ekki af völdum sprengingar. Nei nei. Hurđin sú gaf sig af ţví ađ of margir ćtluđu út um hana í einu, stóđu fastir í dyrunum, umgjörđin og festingar gáfu eftir og allt hafnađi í einum haugi úti á stétt. Ţađ hafđi veriđ helgarsamkvćmi ađ heimilinu og flestir í góđu skapi, nema frú Ingveldur. Svo brjálađist ţessi mikla húsmóđir og hótađi ađ fella gesti sína eins og dilka í sláturhúsi; og til merkis um ţá alvöru, sem bjó ađ baki hótununni, sveiflađi hún digrum borđfćti, sen hún hafđi rifiđ undan skrifborđi nokkru, aldargamalli mublu, sem hafđi veriđ í eigu langafa hennar. Ţađ tóku auđvitađ allir, sem vetlingi gátu valdiđ, til fótaná nna og hugđust bjarga sér út um ađaldyr heimílisins, og ţađ fór eins og ţađ fór.

Ţegar lýđurinn hafđi rifiđ útidyrnar úr húsinu og lá í spýtnabrakinu var frú Ingveldi auđvelt verk ađ ná til hans međ barefli sínu og ţarna varđ mesta blóđbađ. Á eftir komu ţrír sjúkrabílar ađ vígvellinum og óku síđan drekkhlađnir af stórslösuđu fólki frá frá honum. Ţarna féllu ekki minni kappar en Brynjar Vondalykt og Indriđi Handređur, ţrír ráđherrar, ţrjár kvennréttindakonur og einn byskubb, auk minni spámanna, sem ekki tekur ađ minnast á. Einn ţeirra sem festist í gáttinni fékk ekki far međ skjúkrabifreiđ ţó hann vćri illa haldinn. Ţađ var Kolbeinn Kolbeinsson, eiginmađur frú Ingveldar, húsbóndi, skrifstofustjóri og Framsóknarmađur. Ţann mann hafđi frú Ingveldur á brott af vígvellinum eins og herfang og dró hann á hárinu inn til sín í hjónaherbergi og lćsti ađ sér.

Skömmu síđar upphófust hryllileg nayđaróp í hjónaherberginu, svo ógurleg ađ meira ađ segja brennivínsdauđustu gestirnir fram í stofu, sem og um ganga og ađra afkima hússins, vöknuđu stjarfir af hrćđslu og hufru af ţessum vođalega vettvangi á augabragđi. Undir jeppa hjónanna úti í bílskúr lá vinur hjónanna, Óli Apaköttur, nakin neđan nafla; hann hrökk á fćtur međ andfćlum, ţá hin mergjuđu skađrćđishljóđ smugu inn í bílskúrinn og náđu steindauđum eyrum hans og reistu hann upp. Ţađ var kraftaverk ekki minna en kraftaverk ţau sem sagt er frá í frćgum bókum. Ţegar frú Ingveldi hafđi tekist ađ slökkva síđustu kvalahryglu bónda síns, varđ allt hljótt. Húsiđ, höll frú Ingveldar og Kolbeins, stóđ ţögult í rökkurbirtunni frá götuljósunum. Og ţar sem útidyrahurđin átti ađ vera var nú svarthol, líkast galtómri augntóft hauskúpu. Meira ađ segja kettirnir í götunni tóku sig upp ţessa nótt og flúđu í dauđans ofbođi í annađ hverfi ţegar nágólin í Kolbeini bárust ţei til eyrna.  


mbl.is „Bílskúrshurđin var í molum úti á plani“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband