Leita í fréttum mbl.is

Þetta galna Trumpgerpi

kol19Ljóti titturinn þetta andskotans Trump þarna í USA. Ég er næstum viss um að aldrei hefir annað eins skrípi komist nokkurs staðar til valda, ekki einusinni í lítilfjörlegustu hundahreinsunarnefnd. Að stóreflis þjóðasamsteypa skuli fá annað eins erkifífl yfir sig er svo fáránlegt, að ekki er annað hægt en að hlægja að. Og þó að það sem við verðum að neyðast til að kalla íslenska stjórnmálamenn sé fram úr hófi bágur söfnuður þá eru þeir þó ívið skárri en þetta galna Trumpgerpi.

Því miður verður samt að gera ráð fyrir að Trumpurinn eigi sína aðdáendur í röðum íslenskra stjórnmálasnata, rétt eins og vissir ódámar blótuðu, og blóta víst enn, Hitlir, Mússólína og Franco á laun og hafðu læst herbergi í híbýlum sínum hvar skilirí af nefndum föntum prýða veggi og stormsveitarfrakkar og gestapójakkar hanga á slám og hakakrossfáni Þriðja ríkisins blaktir við hún á til þess gerðri innanhússflaggstöng og vifta látin halda lífi í bölvaðri dulunni. Að heimíli frú Ingveldar og Kolbeins er sona niðurgrafið herbergi, akkúrat þar undir sem stofan er, og þjónar það rými hitlirískum helgidómi sem einungis útvaldir fá að berja augum, en það eru auk þeirra hjóna þeir Brynjar Vondalykt, Máría Borgargagn, Óli Apaköttur, Indriði Handreður. Þessu til viðbótar má geta þess að heiðursfraukan Sigurveig Dræsa fékk endrum og eins að vera viðstödd helgileiki í þessu vel dulda leyniherbergi áður en hún fór á hælið og var kyrrsett þar í einsmannsklefa.

Látum oss sjá fyrir hugskotssjónum vorum Steingrím J. forseta heimta stórfjarmuni til að reisa vegg, sem aunginn kæmist yfir annar en foglinn fljúgandi, á þeim stað þar sem styðst er milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, til að varna því að Vestfirðingar geti flúið suður á land. Auðvitað væri áminnstum Steingrími trúandi til þessháttar herferðar, en sem betur fer mundu góðgjarnir þegnar Íslands taka í hnakkadrambið á Steingrími forseta og kasta honum á haf út ef hann léti til skarar skríða með fyrrnefnda hugsjón. En vestrí USA ólmast titturinn Trump eins og vitstola griðungur við að nauðga fé út úr skattborgurum sínum í að koma upp múr til að varna Mexíkóum að komast yfir landamærin til USA. Og enginn gerir sig líklegan til að grípa í hárlubbann á þessu leiðindatrumpi og sveifla því af hendi út í buskann.


mbl.is Hugsanlega lokaðar árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eini munurinn er að Trump gerir þennan vegg að kosningaloforði. Obama dundaði sér við að byggja vegg en án þess að gera stórmál úr því.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2019 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband