Leita í fréttum mbl.is

Sjóðurinn hefir af þjófsvöldum þykknað

monni.jpgSjóðir Tryggingastofnunar hafa af þjófsvöldum þykknað og samkvæmt venju er aunginn sekur og því síður ber einhver ábyrgð á að ræna öryrkja, enda þykir þjófnaður af öryrkjum heldur lítilmótleg iðja. Þó er svokölluðum frjálshyggjumönnum, en þeim er innprentað að vera í nöp við aumingja, svo sem ekki á móti skapi að eitthvert slangur af öryrkjum hrökkvi uppaf úr ófeiti. Á þessari stundu er óvíst hvort frjálshyggjulýður hefir hreiðrað um sig í Tryggingastofnun og gert sér hægt um vik og reynt að reikna öryrkja í hálfu verri hungursneyð en lög og reglur segja til um; sem sé láta tölfræðina velta þessum óþurftaöryrkjum út af borðinu.

Og hafa þau sæmdarhjón, frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður rætt öryrkjavandamálið við elhúsborðið heima hjá sér. Þeirra meining hefir löngum verið að með tíð og tíma setji öryrkjaóbermin landið á hausinn og þar með sé þjóðskipulagið fyrir bí og allt fari til Andskotans í Helvíti. Þetta er vægast sagt hrottafengin tilhugsun fyrir sæmdarfólk, sem hefir borið hitann og þungann af velmegun borgarastéttarinnar, eða burgeisanna, eins og öfundsjúkir drullugemlingar kalla það.

Nú mætti ætla að lögreglan hafi verið kölluð til út af hinum volduga og skipulagða þjófnaði af öryrkjunum. En, neinei, ekki alveg. Engin lögregla hefir enn verið kölluð út og ennþá hefir ekki nokkrum manni í Tryggingastofnun eða ráðuneyti örorkubóta komið til hugar að fá til þess bær yfirvöld til að gæta rannsóknarhagsmuna í þessu dularfulla máli. Hvað væri gert við svangann drykkjurút sem vafraði inn til öryrkja og stæli þeim hinum litla mat frá honum? Sá þrjótur fengi að fljúga öfugur í fangelsið upp á vatn og brauð. En þegar öryrkjar eru rændir mil-jörðum á mil-jarða ofan af einbeittum þjófsvilja finnst aunginn þjófur, aunginn sem ber ábyrgð og á að fara í steininn, aunginn sem skipulagði glæpinn.


mbl.is Skoða þarf hvert einasta tilvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband