Leita í fréttum mbl.is

Fyrir vestan lögðu þeir dýraboga fyrir skemmdarverkamenn og veiddu vel

fu1Þeir hafa gjörst helst til stórtenntir með úðabrúsana í nótt götustrákarnir, sem fengu skreytingaráráttu sinni út við Kérlíngaskólann í Reykjavík. Nú, má það vel satt vera, að téðum Kérlingaskóla hafi veri nauðsyn á örlítilli andlitslyftingu, því satt best að segja hafa kérlíngarnar, sem útskrifast hafa úr skóla þessum, verið furðu myglaðar og hefir ástandið í þeim efnum farið vernandi ár frá ári. Sumir vilja meina að í Kérlíngaskólanum sé eingöngu kenndur fémínísmi með áherslu á sterkan dólgafémínísma og allur þessi fémínísmi hafa gjört nemendurna náttúrlausa til höfuðs og klofs, sem sýnir sig í geðvonsku, andremmu og efrimillistéttarhroka. 

Við skóla nokkurn vestur á fjörðum fóru stjórnendur að veita því eftirtekt að hryðjuverkamenn væru komnir á kreik. Ódámarnir máluðu upp klám og mannorðskemmandi óþverra á veggi skólans, jafnt að utan sem innan. Þetta orðbragð var því miður með þeim hætti, að ekki er hægt að gefa sýnishorn af því hér. En ástandið var orðið alvarlegt þegar skólayfirvöldum hugkvæmdist að leggja dýraboga við veggi skólans, bæði út og inni. Daginn eftir varð ljóst, að tveir óþokkar höfðu gengið í bogana, en vóru því miður á bak og burt þegar að var komið um morguninn.

En þeir er gegnu í dýrabogana gátu ekki leynst lengi, því þeir vóru stórslasaðir. Það sem vakti undrun skólayfirvalda og þorpsbúa var, að sökudólgarnir vóru ekki götustrákar heldur virðulegir borgarar, karl og kona, hún forseti bæjarstjórnar, hann frægur útgerðarmaður, vellríkur. Um þennan andskota var fjallað fram og aftur í þorpinu og er víst fjallað enn, en niðurstaða er aungin. Þrátt fyrir allt þókti þorpsbúum ofurvænt um sinn oddvita og útgerðarfursta og héldu áfram að gera gælur við það fólk með skyldugum rassasleikingum og öðru ógeðfelldu flaðri.


mbl.is Skemmdarverk á Kvennaskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband