Leita í fréttum mbl.is

Þó leynist lús með saumi ...

bað1Fyrir jól var sundlaugin á Akureyri vatnslaus, því einhver vitringurinn hafði tekið tappann úr, og þegar átti að láta renna í hana aftur var frosið í vatnslögninni. Það varð því ekkert úr að innbyggjarar í Eyjafirði böðuðu sig fyrir jólin, en jólabaðið er þeirra eina þrifabaðið á árinu. Þetta ástand hefir verið bagalegt, því ýmsar tegundir af lúsum og flóm sækja, sem kunnugt er, ákaflega ó fólk fyrir norðan land. Í lok janúar voru margir komnir með hausin fullan af geitum í bland við þessar venjulegu lýs og fladdara; meira segja var kominn upp faraldur af hafíslús meðal fóks og mæðiveiki.

En svo hlánaði á dögunum og klakinn í vatnspípunum af sundlauginni á Akureyri hopuðu og loksins í morgun var komið svo mikið vatn í laugina, að hægt var að hefja böðun. Landúnaðarráðuneytið var orðið uggandi vegna ófremdarástands í baðmálum Eyfirðinga, en ákvað, í ljósi aðstæðna, að fella niður sektir á sveitafélög þar niðra þrátt fyrir að að lög frá Alþingi Íslendinga frá 1903 um böðun búfjár og fólks á Norðurlandi hafi í þetta sinn verið þverbrotin.

Aðvitað var vitlaust að gera þegar lýðnum var miskunarlaust stuggað ofan í laugina og margar höndur á lofti með klórur, busta, brennisteinslút og helvítisstein til að ná óþrifunum af fólkinu, sem orðið var skáldað og skellótt af óþrifum og íllu atlæti. Um miðjan dag stíflaðist affallið frá sundlauginni af allri þeirri mergð lúsa, fladdara og geitna, sem skolast höfðu af eignunum. En eftir að aflúsaðir bæjarstafsmenn höfðu hellt þúsund lítrum af vítissóta í affallið brast stíflan og baðverkin gátu haldið áfram.  


mbl.is „Vitlaust að gera“ í sundi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband