Leita í fréttum mbl.is

Vermundur matsveinn

kokkurOg sönnuðust orð Guðna Ágústssonar þar einu sinni enn, að staður konunnar sé bak við eldavélina. Og í matreiðslukeppninni tóku stelpurnar strákana í nefið, enda óru afurðir drengjanna hálfgérðar drullukökur, bragðvondar og hárugar; raunar var það er frá þeim kom þannig lagað að hundtík, er þar var viðstödd, gubbaði þegar réttirnir voru bornir fyrir hana.

Heila vetrarvertíð hefndi Vermundur matsveinn sín á skipsfélögum sínum, sem hann taldi sig eiga sökótt við, með því að bæta í rétti sína ýmsu því sem hefði komið hvaða heilbrigiseftirliti væri á geðveikrahæli. Undir lok vertíðar fór líka að bera á ókenniligum kranleik áhafnarinar og þrír voru hreilega dauðir áður en kom að lokadeginum. En Vermundur matsveinn sýndi aungin viklunarmerki, hann virtist verða hrautstlegi með hvurjum degi sem leið og brosmildari. 

So var skipstjórinn, 300 punda lurkur, borinn í land, tveimur dögum fyrir lok, með þvílíkar djöfullegar meltingartruflanir og niðurgang að allt skipið var eitrað af þeim sökum. Við rannsókn kom í ljós að kaptugin var einkennilega yfirfullur af kólígerlum, líkt því hann hefði ekki lifað á öðru en saur alla vertíðina. Enda var karlinn settur í einangrun uppi í sveit, á eyðibýli, þar sem illmögulegt var að komast að honum. En þá þarna vor komið sögu var matsveinninn einn uppistandandi af áhöfninni og öll netin í sjó.  


mbl.is Stelpurnar komu, sáu og sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já elska, ég og kallinn erum vinir eeeeeeeeeesssska

Níels A. Ársælsson., 9.3.2019 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband