Leita í fréttum mbl.is

Og veitti ţjálfaranum líkamsárás sem endađi í hlandforinni

marry3Ţeir eru sniđugir Makedonnarnir: Ekki voru íslensku handboltastamparnir fyrr komir til Makedóníu ekiđ var sem leiđ liggur á búgarđ nokkurn og ţeim bođin gisting í svínastíu og fjárhúsi. Og eins og kurteisir sunnudagaskóladrengir ţáđu ţeir gistinguna og skrifađi Gvöndur Ţórđur ţjálfari undir samning ţar ađ lútandi. Fyrstu nóttina fengu ţeir er gistu svínastíuna ađ kenna á ţví; elsti og stćrsti gölturinn kom heim um miđja nótt og lét ófriđlega, var áberandi drukkinn og ósamstarfsfús og hótađi öllu illu. Loks var geltinum komiđ fyrir milli nýju markvarđanna og varđ ţađ kapítuli út af fyrir sig, eins og vćnta mátti.

hrútur2Ekki fer betur um ţá er fá ađ hírast í fjárhúsinu. Fyrir utan sífelldan umgang útlenskra sauđkinda, kollótra, eyrnatórra og međ skott í stađ dindils, ţá er reimt í fjárhúsinu; sem sé ósvikinn draugagangur af verra taginu. Enda kom fljótlega upp úr dúrnum, ađ í ţessum fjárhúsum var fjöldi manns myrtur í Hitlersstríđinu, auk ţess sem tjéđ fjárhús hafa í áratugi ţjónađ ţörfum sjálfsmorđingja, sem gjarna hafa hengt sig í sperrunum yfir jötunum, elligar skotiđ sig undir grindum. Hafa handboltadrengirnir okkar, alsaklausir og óvanir ásknum drauga, mátt hafa sig alla viđ međ ađ halda sönsum. Ekki batnađi ástandiđ ţegar einn af ţessum kollóttu hrútum gerđi sér lítiđ fyrir og veitti Gvöndi Ţórđi líkamsárás í afbrýđissemiskasti međ ţví ađ hlaupa aftan ađ honum og stanga hann, ţegar minnst vađri, í gumpinn og hafnađi Gvöndur niđur í forarrćsi framan viđ fjárhúsiđ.

Í ljósi alls ţessa er borđleggjandi og bókađ ađ íslenska handknattleikslandsliđiđ mun skíttapa annađ kveld fyrir Makedónum međ ótrúlega miklum markamun; talađ hefir veriđ um sjötíu til áttatíu marka mun, t.d. 92-5 eđa ţađan af meira. Fjölmiđlar í Makedóníu sinna ađbúnađi íslenska landsliđsins auđvitađ ekki neitt, en ţegar drengirnir verđa farnir heim, meira og minna ćrđir eftir dvölina ađ ósvífnum og illum gestgjöfum, munu blöđin og sjónvörpin fara á fullt og gera stólpagrín af piltunum og Gvöndi Ţórđi ţjálfara og tíunda og lofa ó hástert framgöngu hrútsins sem stangađi hann úr í hlandforina viđ fjárhúsiđ. Ţađ eru ekki allar ferđir til fjár, en drengirnir verđa reynslunni ríkari. Ţađ held ég nú. 


mbl.is Óbođlegt hótel beiđ strákanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband