Leita í fréttum mbl.is

Tvöföld hætta, sem hljómar eins og hótun um hryðjuverkaárás

paunkÞað er nákvæmlega ekkert spaug ef svo illa tekst til í kvöld að Ísland vinni þessa úrkynjunarkeppni Evrópu, sem er ekki einusinni haldin í Evrópu. En vér þurfum ekki að óttast: Ísland mun steinliggja með ekkert atkvæði og íslenska sendsveitin mun eiga fótum fjör að launa um leið og síðasta atkvæðagreiðslan verur gjörð heyrinkunn. Það verður densilegur andskoti að sjá íslensku ungmennin og Félíxx og Baldur hlaupa hálfber, göddótt og kéðjótt, inn alla Gazaströnd með heila bátsmannsvakt Ísraela á hælunum.

So skulom vér vera öll sem eitt méðvituð um að framlag Íslands í Eruvisíón er aðeins framlag en ekki lag. Eintóna urr og arg með glimmerljósum og barsmíðum á bak við getur aldrei orðið lag, hvað þá tónsmíð og allrasíst melódía. Þannig, að allt er í fínasta lagi og aungin hætta á að þessi hlálega keppni verði haldin að ári hjá oss hér á Íslandi með skyldugum fjárútlátum, sem kreist verða undan blóðugum nöglum alþýðu manna.

Og nú hefir sá fáheyrði ruddaskapur bæst í safnið, að fari svo að Ástralía, sem hingað til hefir ekki verið í Evrópu, vinni þessa ekkisins skítakeppni þá verði sú hin næsta dæmd á oss að ári! Skjaldan hefir maður nú heyrt annan eins óþverra. Auðvitað munu hinar hégómafullu og snobbuðu roðhænsn íslenskrar borgarastéttarelítu rjúka upp til handa og fóta til að halda þennan andskotans andskota ef Ástralíudólgar bera ,,sigur" úr bítum í Telivíf í kveld. Hættan se semsé fyrir hendi, tvöföld og illúðleg. Þetta hljómar orðið eins og sé verið að hóta oss hryðjuverkaárás!  


mbl.is Dýrt spaug ef Ísland vinnur Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband