Leita í fréttum mbl.is

Vér erum lamaðir af sorg yfir uppáfallandi ranglæti og smánun

xd19_1243662.jpgAndskotans níðingsháttur er þetta. Djöfuls pakkið út um alla þessa sokölluðu Evrópu, Ástralíu Ísrael sviku oss Íslendinga enn einusini í kvöld. Sérlega var hinum gjörspilltu og illgjörnu dómnefndum í nöp við íslenska framlagið og ráku í því tilfelli laungutaung framan í oss hvað eftir annað, stundum með fettum og brettum og auðsýndu oss með því fullkomna óbeit og viðbjóð á oss. Því miður erum vér vanmáttugir á svona ógurlegri og niðurlægjandi stund. En ef vér hefðum alminniligar vítisvélar mundum vér ekki hika við að beita þeim á þetta fjandans ESB og leggja alla Evrópu í rjúkandi rúst.

Og vesældaröskrið, lagleysan ömurlega, sem var látið vinna, heyrist vonandi ekki eftir kvöldið í kvöld, því það er óumræðileg háðung að vera fyrir neðan annað eins skítabix og réttlætismál fyrir þá sem urðu undir að umrædd lagleysa verði slegin af. Og þá var fammistaða og framkoma okkar dásamlegu ,,frændþjóða" og ,,vina" álíka géðsleg og að fá tonn af ýldudrullu inn á stofugólf hjá sér; vér leggjum til að stjórnmálasambandi Ísland við ruslaraþjóðir á borð við Danmörku, Norðveg, Svíþjóð og Stórabretland verði slitið tafarlaust.

En til að bíta hausinn af skömminni í aðförinni að oss, þá ku einhverjir innanbúðar jóladrjólar hafa ráðist á drengina okkar, á ögurstund í tónlistaflutningnum, og rifið af þeim saklausar fánadulur sem þeir höfðu haft með sér á sviðið. Að vísu er umræddur fáni helsti lítils metinn í landi tónleikahaldaranna, en það gefur þeim varla leyfi til að ræna drengina fánunum og hafa á brott með sér, líklegt til að leggja eld að umræddum fána og brenna hann til ösku. En, - áfram Palestina!  


mbl.is Holland sigurvegari Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband