Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland, fyrir að taka ekki þátt í samtryggingu ómennskunnar

jes.jpgÞau er mörg misstökkinn og mismunandi líka. Sum mistök eru góð meðan önnur eru vond, stundum eru þau herfileg, en í öðrum tilfellum nauðsynleg. Til að mynda er fánaatriði Hatara í Telavíf í gærkvöldi glæsilegt dæmi um beinlínis firnagóð og nauðsynleg mistök, þó svo hin andlega lágmennska reyni allt sem í þess valdi stendur að útskýra palestinska fánann í atriði Hatara sem einhverskonar uppátæki óvita, eða eitthvað í þá áttina.

Sem betur fer eru íslensku flytjendurnir full meðvitaðir um sín ,,misstökk" og sýndu með palastinska fánanum að þeir eru ekki uppfullir af því skriðdýrseðli, sem auðvald heimsins og blóðhundum hernaðarbandalagsins NATO krefjast af öllum og öllu. Ærlegu fólki um víða veröld þykja ,,mistök" hatara virðingaverð og mjög í þágu sjálfsagðrar kröfu um að mannréttindi og réttlæti séu virt í Palestinu og víðar. Hinir íslensku Hatarar koma því heim aftur sem meiri menn en þeir voru áður en þeir fóru til þátttöku í tónlistarkeppninni í hernaðarveldinu Ísrael. Því ber oss að óska þeim innilega til hamingju með það sem ræflarnir kalla ,,misstökk."

Og hverskonar rotið hugarfar er það sem krefst þess af öllum að þeir tipli á tánum gagnvart andstyggilegu herveldi, sem í áratugi hefir stundað óhefluð hryðjuverk og landaþjófnað í stórum stíl á fólki sem öldum saman hefir búið í Palestinu, niðurlægt það á allan hátt og brotið á því öll mannréttindi? Það gera ef til vill ekki allir sér grein fyrir að svokallað Ísraelsríki er að upplagi trjójuhestur auðvaldsins og heimsvaldasanna Vesturlanda, atómstöð, sem tryggja eiga ítök í olíuauði Mið-Austurlanda um aldur og ævi. Það var því skylda allra þátttakenda á sönghátíðinni í Telavíf í gærkvöldi að mótmæla yfirgangi heimsvaldasinna fyrir botni Miðjarðarhafs. Því miður brugðust allir þátttakendur nema einn, Hatarar frá Íslandi. Því er tilefni til að segja í dag: Til hamingju Ísland, að þú tókst ekki þátt í samtryggingu skriðdýrseðlisins í Ísrael.  


mbl.is „Þetta voru mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svo dásamlega flottir krakkar og Madonna var ekki síðri.  Það er algjörlega fráleitt í mínum huga að snobba fyrir Ísralelsmönnum og þeirra fylgifénaði.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.5.2019 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband