Leita í fréttum mbl.is

Falsfréttir af tindi og ennfremur lítil saga af séra Atgeiri p. Fjallabakssen

preHið sanna í málinu er það, að ,,tindurinn" sem einhverjir gárungar tóku upp á að kalla ,,Tolly Nunatak" er fjarri því að vera tindur af nokkurri tegund. Það sem þessir djöflar fóru að kalla ,,Tollýartind" þar syðra er misfella nokkur á sléttu sem þarna er og komin til af því að þar urðuðu menn sleðahunda sem hvorki var hægt að éta eða láta draga sleða. Á Íslandi sáust ,,tindar" af þessu tagi að vetri til við hvurt fjós og vóru kallaðir fjóshaugar og litu út eins og mini-mini jöklar þegar hafa snjóað yfir þá.

Til fróleiks má og geta þess, að ,,Tolly" sú er nefnd er í fréttinni og heitir Guðfinna Aðalgeirsdóttir en nokkuð skyld værðarklerknum fræga, séra Atgeiri p. Fjallabakssen. Séra Atgeir og Guðfina þessi eru semsé áttmenningar, samkvæmt Íslendingabók hinni nýrri. Trúlega hefir séra Atgeir verið fenginn til að skíra þessa frænku sína og færa til bókar. Annars hefir séra Atgeiri verið meira umhugað hvort ekki væru til nægar byrgðir messuvíns en að skíra börn.

Það verður lengi í minnum haft þegar séra Atgeir var fenginn til að annast útför merkrar konu í annarri sókn. Séra Atgeir hafði aldrei heyrt á þessa konu minnst og var auk þess nokkuð rykaður þegar að athöfninni kom, en sem betur fer gott magn messuvíns í skrúðhúsinu. Þegar að líkræðu kom dró séra Atgeir blöð upp úr rassvasa sínum og tók til við að lesa. Ekki hafði hinn heilagi guðsmaður lengi lesið þegar upp rann fyrir þeim er á hlýddu að presturinn var ekki að jarðsyngja hina burtsofnuðu heiðurskonu heldur eitthvert kvikindi, hund eða kött, ef ekki verðlaunahrút. Var séra Atgeir p. Fjallabakssen þá leiddur úr musterinu frá sæmdarfrúnni hálfjarðaðri. Það varð síðan þrautarlending ættingja konunnar að fá sjálfann síra Baldvin til að klára að jarða það sem enn var ójarðað af hinni látnu.


mbl.is Tindur nefndur eftir Guðfinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband