Leita í fréttum mbl.is

Vandrćđakonan Máría Borgargagn og Hálfdán varđstjóri á ferđ í dag

kol36Eins og sést af lögreglufréttunum var í nógu ađ snúast hjá Hálfdáni varđstjóra í dag. Ţađ var sjón ađ sjá ţega Hálfdán hljóp hinn drukkna ökumann uppi og lúbarđi hann og reif niđrum hann buxurnar áđur en hann fleygđi honum upp í lögreglubifreiđina. Og ekki var síđra ađ horfa upp á eltingarleik Hálfdáns varđstjóra viđ hinn ökuréttindalausa skarf. Ţeir er sá, sögđu ađ Hálfdán hefi hlaupiđ svo hratt og sparkađ fótunum undan ţeim ökuréttindalausa á svo fagmannlegan hátt ađ drjólinn hefđi nćstum ţví kastast upp í tré; ţennan lögbrjót lét Hálfdán líka upp í lögreglubílinn hjá fulla ökumanninum, svo ţeir talađ saman á leiđinni á stöđina.

Um konuna í annarlega ástandinu, sem var ađ taka í hurđahúna útidyra hjá vandalausu fólki vitum vér allt frá fyrstu hendi. Frú Ingveldur tilkynnti oss fyrir stundu, ađ ţar hefđi veriđ á ferđinni vandrćđakonan Máría Borgargagn í heldur sona vafasömum erindagjörđum, sem sé ţeim ađ verđa sér úti um viđkunnanlegan skyndiástmann. - Ég held ađ kérlíngardjöfullinn sé ađ verđa vitlaus og klepptćk, sagđi frú Ingveldur orđrétt um atburđinn, - og ţetta á ađ heita gift kona, gift manni í góđri stöđu og allt. Og ekki veit ég betur en hann Hadređur hafi gagnast henni betur en aunginn.

Seinnipartinn í dag fengu svo delerantarnir, ökuníđingarnir sem flúđu af vettvangi eftir ađ hafa valdiđ stórtjóni, ađ kenna á ţví í fangaklefanum, ţví Hálfdán varđstjóri gjörđi ţeim eftirminnilega heimsókn í klefann og sýndi ţeim fram á ađ athćfi ţeirra fyrr í dag vćri ekkert grín. Varđstjórninn fékk sér nefnilega duglega neđan í ţví áđur enn hann hélt til fangaklefans og satt best ađ segja sturluđust fangarnir af ofsahrćđslu um leiđ og Hálfdán varđstjóri birtist í dyrunum. Svo bárust hinar annarlegu stunur varđstjórans um fangelsisganginn og lögregluţjónarnir sem voru á vakt innanhúss hnipruđu sig saman, náfölir og skjálfandi.  


mbl.is Hlupu frá blikkbeljum eftir árekstra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband